Núna er allt að skýrast með það hvernig Chelsea liðið verður skipað á næsta ári, fjórir nýjir menn komnir og Veron er líklega á leiðinni. Honum snerist víst hugur og vill koma á brúnna. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta, ég dýrkaði Veron áður en hann fór til Man.Utd. síðan hann fór þangað hefur hann bara dottið niður, ég held að Fergie leyfi honum ekki alveg að njóta sín sem best á miðjunni. Síðan var verið að segja að Ranieri og Geremi ætli að lokka Etoo til okkar. Ég hélt að hann væri farinn til Valencia en svo er greinilega ekki. Hann væri gífurlega góð kaup að mínu mati. Talið er að ef hann komi þá muni það marka endalauk Hasselbainks á brúnni.

Það væri magnað að hafa uppstyllingu sem að lítur svona út: Cudicini, G.Johnson/Melchiot, Terry/Dessa, Gallas, Bridge/Baba,
Geremi/Grönkjær, Veron/Petit, Lamps, Duff/Zenden, Etoo/Forssell, Eiður/C.Cole<br><br>______________
“I know you've come to kill me. Shoot, coward, you're only going to kill a man.” -Che Guevara, Oct. 9, 1967.
______________