Góðan dag!
Ég ákvað að prufa að prumpa inn grein hérna um enska landsliðið og hvaða menn ég held að ættu að fara á HM.
Mér hefur fundist vera skortur á greinum sem eru ekki einhverjar copy/paste greinar (ekki það að ég sé mikið á móti þeim, það er þó gott að einhver nennir að gera eitthvað) og eru kannski mun meiri umhugsunargreinar eins og ég vil kalla það. Ég vil taka það fram að skoðanir mínar eru ekki skrifaðar í þeim tilgangi að særa neinn. Einnig vil ég taka það fram að ég er Chelsea maður þannig að ef að ég skrifa að mér finnist einhver Liverpool maður ekki eiga að vera í liðinu þá er það ekki út af því að ég er Manchester maður eða eitthvað fáranlegt, það gæti hinsvegar verið út af því að einhver hvíslaði í eyrað á mér að margir í Liverpool væru ekki enskir…

Mér finnst(eins og flestum öðrum held ég) Sven Göran vera búinn að gera frábæra hluti með þetta lið Englendinga. Hann er búinn að gera David Beckham að mjög professional leikmanni sem hefur haldið fast utan um þetta lið og orðið ein að stærstu stjörnum heimsins.
Einnig hefur Sven ekki verið hræddur við að gefa ungu strákunum tækifæri sem er að sjálfsögðu frábært, en einnig hefur Sven haldið áfram að gefa eldri köllunum séns á að sýna áfram hvað í sér býr. Eða þá að hann hafi gefið mönnum eins og Chris Powell sem hafa alltaf staðið fyrir sínu, en staðið í skugga liðs síns, tækifæri.

En þá er að hugsa um liðið sem að fer á HM…. Stærsta vandamál Englands í augnablikinu er að sjálfsögðu meiðsl Davids Beckham, en þau meiðsl gætu þýtt að hann verði ekki orðinn leikfær þegar HM byrjar. Annars eru flestir aðrir í góðum málum, held ég.
Vináttuleikurinn sem að England á við Paragvæ er einn sá síðasti/eða sá síðasti, sem að Englendingar eiga eftir fyrir HM og hópurinn fyrir hann lítur svona út :
Seaman (Arsenal), Martyn (Leeds), James (West Ham),

G Neville (Man Utd), P Neville (Man Utd), Bridge (Soton), Mills (Leeds), Carragher (Liverpool), Southgate (M'boro), Campbell (Arsenal), Ehiogu (M'boro),

Scholes (Man Utd), Gerrard (Liverpool), Butt (Man Utd), J Cole (West Ham), Sinclair (West Ham), Lampard (Chelsea), Dyer (Newcastle), Hargreaves (Bayern Munich), Murphy (Liverpool),

Owen (Liverpool), Fowler (Leeds), Sheringham (Tottenham), Vassell (Aston Villa), Jansen (Blackburn).
Og er talið að Erikson muni hafa hópinn eitthvað svipaðan þessum, þarna vantar menn sem hafa verið að bíða eftir tækifæri til að komast í hópinn eins og Kevin Phillips (sem að því miður á það bara ekki skilið, léleg leiktíð hjá honum), Alan Smith (Það er skapið hugsa ég sem að Erikson vill ekki hafa) Andy Cole og fleiri. En þarna eru líka menn sem að margir vilja ekki hafa, en ég ætla aðeins að segja hverja ég myndi ekki hafa þarna.

Um markverðina
Ég verð að játa að Seaman hefur verið góður þannig að hann á líklega skilið að vera þarna, en samt myndi ég hafa James í markinu og Martin nr.2 hjá mér þarna. Hugsa að þetta séu nokkurn veginn þeir markmenn sem að við munum sjá á HM.

Varnarmenn
Gary Neville er frekar traustur og er talinn líklegur vara-fyrirliði þar sem að hann sýnir góða hegðun innan/utan vallar, er mjög leikreyndur og á víst að geta peppað fólk upp á réttum tímum. Phil Neville vil ég ekki sjá þarna, hef einfaldlega ekkert álit á honum (ekki hata mig Man.Utd. menn!). Bridge er efnilegur og á alveg skilið að mínu mati að fara til Japans og Kóreu. Mills er alltof grófur leikmaður og ótraustur að mínu mati til að vera í liðinu. Carragher, eins mikið og ég hata hann, er orðinn góður og á skilið að vera í liðinu. Southgate og Ehiogu eru báðir góðir og hafa staðið sig vel fyrir Boro en að mínu mati ætti Ehiogu frekar að hoppa út úr hópnum heldur en Southgate. Og síðan er þarna náttúrulega Sol Campbell sem að er eins og allir vita eins góður og þeir geta orðið. Í vörnina vantar menn eins og Rio Ferdinand (sem að er algjört must í þetta lið), Woodgate (einfaldlega góður), Ashley Cole (mistækur, en mjög skemmtilegur), Keown er orðinn enn einu árinu eldri og verður líklega ekki í hópnum, en ef að Englendingar vilja role model og reynslu er hann maðurinn, og náttúrulega aðal manninn Graeme Le Saux sem að hefur spilað frábærlega fyrir Chelsea í vetur, hefur reynsluna og hæfnina en er reyndar dálítið grófur í eðli sínu. En hinsvegar gæti Sven sett hann á miðjuna líka.
Vörnin eins og ég myndi stilla henni upp :
G.Neville, S.Campbell, R.Ferdinand, G.Le Saux.

Miðjumenn
Paul Scholes hefur sýnt það að hann er eins góður og þeir gerast. Þegar England gat ekki neitt var hann eini (!!!) ljósi bletturinn í liðinu og ef einhver á meira skilið en Beckham að fara til Japans og Kóreu er það hann. Gerrard er sterkur, góður og ungur. Maður sem verður pottþétt tekinn með á HM. Butt er vinnuþjarkur en samt ef að Erikson þarf að fórna einhverjum þá má sá maður vera Nicky Butt. Joe Cole er að mínu mati mjög efnilegur leikmaður sem að á skilið að taka þátt að keppa í vináttulandsleikjum en ég myndi samt ekki taka hann með á HM, en samt hef ég ekkert á móti því að sjá hann. Trevor Sinclair er maður sem að ég tel að ætti að fá að fara á HM, gríðarlega skemmtilegur. Lampard er Chelsea maður og ég tel að hann mætti alveg fara á HM, en samt myndi ég taka McManaman inn í stað hans á HM. Kieron Dyer einfaldlega hlýtur að fara á HM, hann er magnaður. Hargreaves hef ég ekki séð mikið en hann er samt víst gríðarlegt efni og ætti að fara á HM. Danny Murphy hefur komið mjög á óvart og er hreint frábær leikmaður. Þarna vantar náttúrulega David Beckham, sem að ég held að allir geti játað að sé það sem Englendingar þurfa. Einnig myndi ég vilja sjá Carrick, McManaman, Nick Barmnby og síðast en ekki síst David Dunn(djöfull vona ég að Chelsea kaupi hann!) í hópnum. En einn mann vil ég alls EKKI sjá og það er Darren Anderton!
Miðjan eins og ég myndi hafa hana :
D.Beckham, S.Gerrard, K.Dyer, T.Sinclair.

Framherjarnir
Michael Owen heitir lítill drengur. Með hann í formi geta Englendingar skorað 4 mörk í leik, hann er ótrúlegur þegar hann er ekki eitthvað meiddur eða kvefaður. Fowler er búinn að sýna í vetur dálítið af því sem gerði hann að goði hjá Liverpool, verður eflaust tekinn á HM. Sheringham er á seinasta spretti og ætti ekki að vera tekinn með á HM, hann hefur einfaldlega ekki lengur það sem gerði hann að því sem að hann var. Darius Vassell er efnilegur en ég held að hann ætti ekki að fara á HM, hann er ekki alveg að höndla pressuna að mínu mati. Og síðast en ekki síst er þarna Matt Jansen sem að er loksins kominn í hópinn, ég myndi taka hann með á HM!
Það eru náttúrulega menn í ensku deildinni sem að eiga skilið fara á HM eins og hverjir aðrir og eru Heskey og Andy Cole sterkir kandídatar. Einnig væri gaman að sjá Jermaine Defoe spreyta sig.
Framlínan mín:
M.Owen, Scholes (aðeins fyrir aftan hann).

Þetta eru sem sagt hugleiðingar mínar um enska landsliðið og tel ég að ef að Beckham, Owen, Ferdinand, Scholes og Campbell verði í formi verði þetta lið líklegt til alls!
______________