Nú berast fregnir af því að Hollenski varnarjaxxxlinn hafi verið tekinn fyrir notkun nandrólóns. Skemmst er að minnast að félagar hans hjá hollenska landsliðinu, þeir Edgar Davids og Frank de Boer voru báðir teknir á síðasta ári.
Það hefur verið að aukast að fótboltamenn séu teknir fyrir notkun stera, og þá sérstaklega á Ítalíu. Stam er eins og flestir vita nýlega kominn til Ítalíu frá Englandi, þ.e. Man Utd. Hvort sem Stam er seklaus eður ey, þá þykir mér ólíklegt, ef rétt er, að menn byrji skydilega að taka þessi efni við það að skipta um deild. Það leiðir hugann að því hvort þessi lyf séu útbreiddari í ítalska borltanum, eða hvort eftirlitið þar sé bara meira.

Allavega leiðinlegt mál, og ég held að það hlakki ekki í neinum yfir þessu máli