Celtic og Rangers í Primiership Talað er um það að skosku knattspyrnufélögin frá Glasgow, Celtic og Rangers, séu að reyna að fá að troða sér inn í ensku deildina. Stjórar beggj liða hafa sagt það að þeir mætti alltof lítilli samkeppni í skoskudeildinni en vilja meina að það sé ekki vegna þess að hin liðin séu ekki að reyna heldur vegna þess að þau eru enganvegin jafn vel sett fjárhagslega. Framkvæmdastjóri Rangers sagði að ástæðan fyrir slöku gengi sinna manna í Evrópukeppninni væri vegna þess að þeir voru dagsdaglega að spila við svo slök lið að væri erfitt að mæta stórliðum í Evrópu eftir að hafa burstað eitthvað lið í skoskudeildinni. Það væri óneitanlega gaman að þá þessi lið inn í deildina og þá sérstaklega Celtic sem er að spila hreint og beint frábæra knattspyrnu um þessar mundir.