Svaðalegustu mörk sem ég hef skorað Flottustu mörk sem ég hef sett.

Hvernig væri að fá smá tilbreytingu og að fara að tala um flottustu bolta sem maður hefur sett? Ég er til í það og ætla að koma með fjóra rosalega sem ég hef sett sjálfur. Reyndar aldrei í leik (er líka hættur að æfa) heldur bara þegar ég hef verið að dunda mér með einhverjum öðrum. Hér kemur þetta:
Ég er með myndir og læti, gerðar í paint… X merkir þar sem ég hóf tilhlaup og hringur merkir þar sem boltinn var. Svo kemur strik sem sýnir ferð boltans stundum stækka ég myndina en þið hljótið að fatta þetta. Btw ég er örvfættur ef þið náið ekki myndunum og öll mörkin eru skoruð á lítil mörk, innimörk, skólamörk, hvað sem þetta heitir.

1. Flottasta mark sem ég hef nokkurn tímann skorað var á svona skólavelli. Bara mjög venjulegum skólavelli, steyptur væntanlega, og það lágu tveir saman. Ég var á öðrum vítateignum, var á leiðinni heim, og ákveð að skjóta á markið hinum megin á hinum vellinum. Legg hann fyrir mig og set hann fastan innanfótar. Svo svífur kvikindið í geðveikan sveig, þetta var svona 25-30 metrar, og smellur í stönginni inn alveg efst upp í samskeytinu. Djöfull öskraði ég yfir mig eins og ég geri þegar ég set hann svona enda var hann rosalegur þessi. Sá eini sem sá þetta var bróðir minn því hinn gaurinn var að horfa annað en það skipti ekki máli, það var vitni. Flottasta mark sem ég hef skorað. Mynd: http://photobucket.com/albums/c144/peturp/?action=view&current=1.jpg

2. Á þessum sama velli var ég einu sinni að skjóta á milli með einhverjum, man ekki hvar það var enda markið eftirminnilegra, og setti hann svaðalega. Þetta var skólavöllurinn. Hinn gaurinn var búinn að skjóta og skaut framhjá og ég tók boltann og lét hann skoppa inni í vítateignum og bjó mig undir skotið. Svo þruma ég í hann og það kemur banananabolti sem flýgur yfir völlinn. “Já, já,já!” Maður hugsar alltaf svona þegar maður sér hann stefna í samskeytið. Svo small hann í stönginni svona 20 cm frá sammanum og endaði í hliðarnetinu á móti. Æðislegt mark. Mynd: http://photobucket.com/albums/c144/peturp/?action=view&current=2.jpg

3. Hér kemur einn fallegur. Ég var að æfa handbolta einu sinni og kom inn í stórt íþróttahús sem nefnist Austurberg. Þetta var svona 20 mín áður en æfingin hófst og það voru svona 3 komnir inn í sal. Það var fótbolti á leið minni inn í sal g ég náði honum Hah ha. Svo þegar ég kom inn í salinn rúllaði ég honum aðeins áfram og þrumaði utanfótar á mark sem var hinum megin á vellinum(sést betur á mynd) og hann tók sveig og beint í slána fjær rétt hjá sammanum og svona niður í hliðarnetið… ég elska svona mörk. Þá öskraði maður skiljanlega: “óóóóó” og það var eitt vitni sem betur fer sem upplifði þetta betur með mér. Mynd: http://photobucket.com/albums/c144/peturp/?action=view&current=3.jpg

4. Það er draumur hvers ungs fótboltadrengs að skora samskeytin inn. Ég hef gert það tvisvar, þá meina ég alveg samminn inn ekki efst í stöng eða slá, en seinna skiptið sem ég gerði það var ég í einsparki og var frekar nálægt þannig þið fáið ekki að heyra um hann. Ég skoraði þennan eitthvað um 13-14 ára aldurinn á Leiknisvellinum sem er alveg ágætis völlur. Var svona tæpa 15 metra frá markinu og stillti boltanum fallega upp beint á móti markinu. Tók tilhlaup og skaut fast með ristinni og hann small í sammanum inn. Mjög fallegt mark. Einhverrra hluta vegna náði ég ekki að savea myndina  þannig þið fáið ekki að sjá listaverk.

Jæja, hvað er flottasti bolti sem þú hefur sett? Jafnvel má færa þessa setningu yfir í fleirtölu ef þú nennir. Hjólhestur, hæll, skalli, sólað 5 gaura? Bara hvað sem er.