VEGABRÉFAHNEYKSLI Á ÍTALÍU
Á annan tug knattspyrnumanna var dæmdur
í allt að eins árs bann á Ítalíu í dag
vegna vegabréfahneykslisins sem
tröllriðið hefur knattspyrnuheiminum
þar undanfarið. Leikmennirnir, sem eru
allir suður-amerískir, eða lið þeirra,
fölsuðu skjöl til að þeir fengju ítölsk
vegabréf og teldust því ekki til
útlendinga, en hámarksfjöldi þeirra hjá
hverju liði er 5. Á meðal leikmannanna
er Úrúgvæinn Alvaro Recoba, sóknarmaður
Inter í Mílano, og brasilíski
markvörðurinn Dida hjá nágrannaliðinu
AC. Argentínumaðurinn Juan Sebastian
Veron hjá Lazio var hinsvegar sýknaður,
en hann náði í ítalskt vegabréf með því
að vísa til ítalsks langa-langafa síns.