Hollendingarnir fljúgandi Ekki hafa samningaviðræður Barcelona við Patrick Kluivert, um áframhaldandi samning, gengið sem skyldi. Börsungar hafa sagt að ef hann semji ekki verði hann seldur. Nú er talið að þeir reyni við Hasselbaink hjá Chelsea. Þeir tékkuðu á honum sl vetur en Chelsea virti 20 millur ekki viðlits og sögðu hann ekki til sölu. Börsungar segjast ætla að fá til sín 5 súper strækera og taka Real Madrid í bakaríið næsta tímabil. Þeir virðast vera að krækja í Campbell, sem er býsna gott start á endurnýjun, en hann er þó ekki í framlínunni. Talið er að Hasselbaink sé heitur, hann virtist fíla sig vel í spænska boltanum og hefur glaður brugðist vel við þegar miklir peningar eru í boði hingað til. Fyrir mörgum mánuðum las ég einhvernsstaðar að Kluivert vildi fara til Real, síðar að Chelsea vildi fá hann. Sendi grein hér á huga fyrir löngu síðan um það, eitthvað um Kluivert + Guðjónsen ef einhver man. Nú er jafnvel talað um skipti á leikmönnum og Chelsea fengi þá einhverja aura í milli.