Arsenal fær markmann. Nú virðist nokkuð ljóst að Arsenal fær nýjan markmann. Pólverjinn Jurek Dudek hjá Feyenoord kemur á þriðjudag í samningaviðræður og hann ætlar að sjá ágóðaleik milli Arsenal og Barcelona þar sem Seaman fær seðlana í sparibaukinn. Feyenoord vill 10 millur en Arsenal vill borga 6. Hans Hagelstein hjá Hollendingunum segir að það beri svolítið á milli í peningum en liðin komist örugglega að samkomulagi þannig að þetta virðist á borðinu. Seaman hefur nýlega framlengt samning sinn um eitt ár en það lítur út fyrir að hann spili eitthvað minna næsta ár.

Feynoord fær að öllum líkindum Ed de Goey frá Chelsea í sumar, ekki í markið heldur sem markmannsþjálfara. De Goey er farið að leiðast hjá Chelsea og fær ekkert að vera með.

Þar sem Barcelona liðið er í London núna er talið að Emmanuel Petit muni skrifa undir samning við Chelsea svona í leiðinni. Kaupverð er 6 millur en sagt er að liðin hafi komist að samkomulagi. Boltinn er semsagt hjá Petit sem sagði nýlega að hann vildi berjast áfram hjá Barcelona en nú hafa þeir rekið Llorenc Serra Ferrer þjálfara svo menn eru eitthvað í lausu lofti.
tottenham bíður enn og vonar að Petit vilji frekar þangað!!