Jæja nú er mótið byrjað og eftir þennann milda vetur hefði maður nú búist við því að vellirnir væru nú í þokkalegu lagi.
En það sem maður sá í fótboltakvöldinu var ekki það sem ég bjóst við.

Í.A og Grinadavíkurvellirnir voru einu sem voru í ágætis lagi.

Kópavogsvöllurinn var mjög ljótur.

Laugardalsvöllurinn var ekki tilbúinn svo spilað vara á Valbjarnar velli sem var ekki uppá sitt besta.

Fylkisvöllurinn er allveg vonlaus og ótrúlegt að leikurinn hafi verið spilaður þarna.

Og sá alversti er Kaplakrikinn. Hann er allveg forljótur og eins gott að við eigum ekki heimaleik fyrr en í 3. umferð.

En hverju er um að kenna?
Ekki er hægt að kenna snjóþungum vetri og frosthörkum um. Þetta var örugglega mildasti vetur síðan Ingólfur Arnarson nam land.
Eru vallarverðinar að klikka svona rosalega?
Varla hafa liðin verið að æfa á völlunum.

Ég eiginlega skil þetta ekki.

Svo finnst mér að það ætti að fara varlega með Laugardalsvöllinn.
Þetta er kannski gaman fyrir leikmenn en áhorfendur eru bara svo fáir að það er hægt að hafa þetta á Valbjarnravelli eða annarstaðar.
Sérstaklega þar sem hann er svona lélegur á að spara hann fyrir landsliðið.