Já, þessi grein fjallar um La liga klúbbinn Atlético Madrid.
Liðið er það næst stærsta í Madrid á eftir Real Madrid og er í 8 sæti La liga akkurat núna. Þetta er mjög gott lið en það hefur oftast verið þannig að þeir tapa á útivelli og vinna á heimavelli. Liðið er búið að keppa við Barcelona tvisvar á þessu tímabili, fyrst í Madrid þar sem að leikurinn fór 1-1 og núna um daginn sigruðu Atlético með 2-0 í Barcelona.
Hetja leiksins var spænski landsliðsleikmaðurinn Fernando Torres sem er einmitt ein af stærstu ástæðunum afhverju ég held með liðinu. Hann átti erfiða tíma núna fyrir stuttu og hafði ekki skorað mark síðan í byrjun desember en í leiknum á móti Albacete sem fór 3-1 fyrir Atlético skoraði hann loksins afur og er kominn í frábært form aftur. Það sá maður vel í leiknum við Barcelona. Það hefur þó verið talað um að hann sé allt of einn í sókninni og sé eiginlega sá eini sem að fær færin. Þetta er alveg satt og fyrir nokkru var Atlético eiginlega bara mjög gott varnarlið en núna eru breytingar að gerast og það fyrsta sem var gert var að kaupa danska landsliðsmanninn og kantleikmanninn Jesper Grönkjær sem er búinn að spila vel undanfarið í liðinu. Grönkjær hefur meðal annars spilað í Chelsea!!
Á næsta tímabili er líka nánast komið í ljós að Sevilla leikmaðurinn Julio Babtista eigi eftir að hjálpa Torres og saman eiga þeir eftir að verða stórhættulegt sóknarpar.
Ég held að Atlético eigi eftir að vera í toppbaráttunni á næsta tímabili útaf þessum breytingum.
Í draumaliðinu mínu eru 3 leikmenn frá Atlético = Torres, Ibagaza og Perea sem er alveg ótrúlegur varnarmaður og það má þakka honum fyrir sigurinn á móti Barcelona því að það komst gjörsamlega enginn Barcelona maður framhjá honum.
Ég vona að fleira fólk haldi með liðinu og fari að fylgjast með því, því að núna er það að verða virkilega hættulegt!!

Kv. StingerS