Þó við Íslendingar séum ekki nema 290.000 þús manna þá man ég tíðina þegar farið var í leiki við Möltu og þrjú stig tekin heim. Annað var uppi á teningnum í gær og vorum við bara heppnir að fá stig. Þegar við berum saman okkar mannskap og Möltuliðsins þá á engan að undra að núna er einhvað virkilega mikið innan herbúða íslenska liðsins. Kanski væri réttast að koma með nýja vinda inní landsliðið. Þá á ég við að skipta um þjálfara og fá erlendan í staðinn. Í augnablikinu er Bobby Robson laus og við erum öll meðvituð um hæfileika hans til að rífa lið af rassinum og koma þeim á réttan kjöl og betur en það. Við sáum hann gera það með Newcastle. Enn KSÍ verður að vera snöggir ef þeir ætla að ná honum og helst reka núverandi þjálfara strax eftir Svía leikinn ef hann fer illa! Þannig hef ég bara eitt að segja látið Sir Bobby taka við Landsliðinu