Umboðsmaður Mario Jardel fullyrðir að strikerinn verði áfram hjá tyrkneska stórliðinu Galatasaray (þó svo að hann hafi ekki fengið greidd laun í fleiri mánuði…) og blæs þannig á orðróminn um að hann sé að fara til AC Milan í sumar. Peningar hafa þó alltaf viss áhrif á fótboltamenn svo við skulum ekki afskrifa dílinn strax…
Adriano Galliani, hinn litríki varaforseti og framkvæmdastjóri Milan hefur hins vegar lofað áðdáendunum að annað hvort komi Rivaldo til liðsins eða þá Manuel Rui Costa. Rui Costa var hins vegar að enda við að sverja (“I swear on my children…!”) að hann væri ekki búinn að semja um eitt eða neitt við Milan svo kannski endar þetta á Rivaldo?! Samt vantar liðið þá almennilegan miðjumótor….allavega verður gaman að sjá liðið “go nuts” á leikmannamarkaðnum í sumar.