Ég er í 3. flokk karla og æfi með KS sem er Knattspyrnufélag Siglufjarðar. Þessi flokkur er einn af þeim bestu á landinu og sannar það hversu vel okkur hefur gengið seinustu 2 ár. Við unnum Borgarnesar mótið með miklum yfirburðum, A liðið tapaði ekki leik og vann mótið, B liðið lenti í öðru sæti.

Eftir það mót þá fórum við að vinna hvern einasta leik á Íslandsmótinu s.s. í okkar norðurlandariðli og við fórum suður (Rvk) í úrslit en þar gerðist eitthvað því þetta var fyrsta skiptið sem við fórum í úrslit og þetta var líka fyrsta skiptið sem við fórum loks að vinna leiki ;)

Við fengum þennan ótrúlega þjálfara, Mark Duffield eða réttara sagt hann bauðst til að þjálfa okkur því enginn annar vildi það sökum hversu ótrúlega lélegir við vorum. En Mark þjálfaði okkur stíft og byggði upp eitt sterkasta lið á Íslandi (þ.e.a.s. í okkar flokki) Núna erum við í fyrsta sætið í okkar riðli og höfum alltaf haft yfirráðin í þeim leikjum sem við höfum spilað ( sem sést hér http://ksi.is/asp/listar/mot.asp?MotNumer=6985 )
Einsog sjá má þarna í þessum link þá er KS efstir með 30 stig og með markatöluna 60:11 og höfum unnið 10 leiki, gert 0 jafntefli og 2 töp. Fyrsta tapið var í fyrsta leiknum okkar í sumar á móti KA hjá þeim í Boganum, þessi leikur var skandall… Dómarinn var að gera hverja rassíuna á fætur annari og dæmdi ótrúlega illa, hann gaf KA mönnum vítaspyrnu 5. mínútum eftir venjulegan leiktíma og þeir skoruðu og unnu leikinn. Ekki veit ég afhverju hann lengdi tímann um 5. mínútur því leikurinn gekk hratt fyir sig, engar tafir ekki neitt. Þess má geta að við vorum yfir 2-1 þegar venjulegum leiktíma lauk en KA skoraði sín sigurmörk á þessum 5. mínútum og voru þau einfaldlega gefin á silfurfati frá dómaranum.
Svo þegar við tökum á móti KA þá unnum við leikinn mjög sannfærandi 7-1, sem sannar að við _ERUM_ einfaldlega betri.
Seinna tapið, well kalla það nú ekki tap því við unnum leikinn 4-1.
En Spyrnir kærðu leikinn og unnu kæruna, hvar er sæmdin.. ?

Það sem ég er að reyna koma á framfæri er að KSÍ gerir ekki nógu mikið til að laga þessi vandamál sem koma upp, t.d. þessi heimagæsla er ekki að virka þar sem margir ef ekki allir dómararnir eru fávitar sem dæma leikinn EKKI hlutleysislega og þessi kæra er bara fáranleg. Ég heimta að KSÍ lagi þetta og gera þá fótboltann mun skemmtilegri.. !

Kveðja, Gulli.
osomness