Djibril Cissé Já, Djibril Cissé er kominn til Liverpool, en það var nú vitað fyrir fram, en ég ætla aðeins að fjalla um hann hérna.

Hver Er Cissé?

Cissé er fæddur í frakklandi, nánar tiltekið Arles, þann 12. Ágúst 1981. Hann skrifaði undir samning við Auxerre árið 1996, eða aðeins 15 ára. Auxerre náði að krækja í hann eftir samkeppni við Montpellier. Hann lék sinn fyrsta leik í frönsku deilinni árið 1999 á móti PSG (Auxerre töðuðu 1-0), en sama ár varð hann meistari með ungmennaliði Auxerre.


Hvað Getur Gaurinn?

Augljóslega veit ég ekkert um hvernig hann á eftir að vera í enskudeilinni en í frönskudeildinni var hann með þeim bestu, eða eins og Pongolle sagði: “Einfaldlega bestur”.
Hann var t.d. markahæstur þar í landi á tímabilinu 2001/2002 þegar Auxerre lenti í 3. sæti deildarinnar.


Hefur hann eitthvað leikið í Meistaradeildinni og þannig lagað?

Já, hann hefur gert pínu af því, en Auxerre duttu út í riðlakeppninni síðast þegar þeir voru þar.
Hann hefur hinsvegar leikið slatta með Franska A-landsliðinu og líka u-21.
Hann var t.d. í landsliðinu þegar þeir unnu álfukeppnina.


Annað um Cissé:

- Hann er sagður eiga flottasta mark allra tíma í frönskudeilinni þegar hann tók ótrúlega bakfallsspyrnu.

- Samtals hefur Cisse skorað 70 mörk í 128 deildarleikjum fyrir Auxerre.

- Hann er 78 kg

- Og hann er 183 cm á hæð.


______________


Cissé Sparar ekkki stóru orðin:

Nei hann sparar ekki stóru orðin fyrr í dag, þegar hann talar um Liverpool. Hann sagði þetta:

“Fyrir mér er Liverpool eitt besta nafnið í fótboltanum. Allir hafa heyrt um það, allir tala um það eins og þeir séu þeir stærstu. Nafnið þeirra er allsstaðar, ekki bara í Frakklandi. Ef þú biður einhvern í öðru landi um að nefna enskt lið þá segir hann Liverpool eða Manchester.

Ég hef þekkt þá frá því að ég var lítill strákur og ég veit að þeir hafa ekki unnið marga titla. Ég veit að þetta er klúbbur með glæsta forsögu og ég er stoltur yfir því að vera að koma til þeirra.

Ég held að fólk annarsstaðar þekki Arsenal jafn vel. Eða Chelsea? Nei það held ég ekki. Þeir myndu þekkja Liverpool miklu betur. Rauð treyja Liverpool er fræg, fólk þekkir hana. Þekkir fólk Chelsea treyjuna? Ég veit að Arsenal vinna mikið á Englandi en ég skil ekki af hverjun fólk talar meira um þá en Liverpool.

Þeir hafa unnið til verðlauna, en þeir eru ekki jafn stór klúbbur. Ég er viss um að fólk samþykkir að Liverpool er stærsti enski klúbburinn og nafnið er hluti af því sem lokkaði mig hingað.” (tekið af Liverpool.is)


________

Að lokum tel ég að Cissé eigi eftir að ná langt í Enska boltanum og hef mikla trú á honum.

Takk Fyrir Mig!

Stefán_-_-_

p.s. Nú koma örugglega Man U gaurarnir með sýna frægu settningu: “jehjehje, franskur flækjufótur”