Gabriel Heinze góður kostur Fyrir nokkru síðan var tilkynt að Manchester United væru búnir að fjárfesta í fjölhæfa varnarmanninum Heinze frá PSG fyrir 6.9 milljónir punda.

Mér finnst Man Utd vera á mikilli uppleið með því að kaupa þennan mann því hann getur spilað sem vinstri bakvörður og miðvörður.
það er nú ekki amalegt að hafa þessa risa í vörninni:

Heinze - Silvestre - Ferdinand - G.Neville

Hér eru smá uppl. um Heinze:

Hann er 1.78m á hæð, 72kg og hann er líka mjög sterkur og fljótur,
og með fína boltatækni. Hann hefur unnið mikið með enskum mönnum og kann þar af leiðandi grunnatriði í ensku. Hann hefur nánast ekkert spilað heima í Argentínu aðeins 8 leiki með Newell's Old boys, en svo eftir þessa stuttu dvöl í Argentínu var hann keyptur til Real Valladolid og svo lánaður það sama tímabil til Sporting Lisbon. En svo kom hann aftur heim til Real Valladolid og spilaði þar tvö tímabil. Á næsta tímabili gekk hann til liðs við PSG í Frakklandi og var þar þessi 3 góðu tímabil þangað til Man Utd keypti hann.


Núna getur Ferguson fullkomnað liðið með fjárfestingu á sprækum kantmanni til að dæla boltum inn á Ruud og Saha.

K. Bonzi