Áttunda umferð - Víkingar taka við sér! Kveldið,

Síðustu leikir áttundu umferðar voru spilaðir í kvöld og ætla ég að fjalla lauslega um umferðina í heild sinni.

Fyrsti leikur umferðarinnar var leikinn á Akureyri þar sem KA mætti KR í hörkuspennandi leik. Fyrsta mark leiksins kom á 22. mínútu þegar Sigðurður Ragnar, leikmaður KR, skoraði en hann kom inn í liði á allra síðustu stundu þegar Gummi Ben meiddist í upphitun. KA-menn jöfnuðu fljótlega, eða 6. mínútum síðar, með marki Jóhanns Þórhallssonar - og var jafnt í hálfleik. KA skoraði síðan tvö mörk á þrem mínútum í miðjum seinni hálfleik, fyrst Pálmi Rafn Pálmason og síðan Jóhann Þórhallsson, en Ágúst Gylfason minnkaði muninn fyrir KR úr vítaspyrnu á 73. mínútu.

Lokatölur 3 - 2 sem þýðir að KR féll úr fjórða sæti niður í það fimmta.

-

Leikurinn í Laugardalnum byrjaði mjög vel og fengu Framarar dauðafæri á þriðju mínútu leiksins, en fór það skot yfir - FH-ingar tóku þá skyndisókn og áttu sannkallað dauðafæri, en klúðruðu líkt og Framarar. Ekki löngu eftir þetta fengu FH-ingar hornspyrnu sem endaði með frábæru hælspyrnumarki - sannkölluð draumabyrjun hjá FH-ingum á útivelli. Það var svo loks á markamínútunni, þeirri 43, að FH-ingar bættu öðru marki við. Jón Þorgrímur, leikmaður FH, sendi boltann inn í teig á Ármann Smára sem renndi boltanum á Frey Bjarnason sem setti hann með vinstri fæti efst upp í markhornið. og var staðan 0-2 í hálfleik. Á 64. mínútu sendu Framarar boltann frá hægri á Ríkharð Daðason sem var á auðum sjó á fjærstöng og skoraði með góðum skalla staðan 1-2 og spennan enn í hámarki. Ekki voru skoruð fleiri mörk í leiknum, en Framarar voru mjög nálægt því að jafna þegar þeir áttu tvær spyrnur sem fóru í stöngina.

Lokatölur 1 - 2.

-

Sannkallaður grannaslagur var í Grindavíkinni í gær þegar Keflvíkingar mættu heimamönnum. Grindvíkingar voru betri aðilinn að mínu mati, fyrsta markið kom á 25 mínútu þegar varnarmaður Keflvíkinga, Sreten Djurovic, setti boltann í eigið mark eftir fallega sókn Grindvíkinga, 1 - 0 fyrir heimamenn. Þrettán mínútum síðar bættu Grindvíkingar markið við, þegar Orri skoraði. Á 58. mínútu bættu Grindvíkingar þriðja markinu við og bökkuðu aftar á völlinn, enda frekar vissir um að sigra, en þá skoruðu Keflvíkingar tvö mörk á stuttum tíma. Þeir hefðu getað jafnað en voru ekki alveg það heppnir.

Lokatölur 3 - 2 fyrir heimamönnum.

-

Skemmtilegasti leikurinn, að mínu mati auðvitað, var leikinn í kvöld á Skaganum. Ótrúlegur sigur minna manna, Víkinga, á Skagamönnum sýnir bara hve heitt þeir þrá að halda sér uppi. Þeir hafa unnið síðustu tvo leiki sína, og trúðu fáir því að þeir myndu sigra í kvöld - en þeir gjörsamlega völtuðu yfir Skagamenn. Grétar Sigfinnur Sigurðsson, leikmaður Víkings Reykjavík, kom gestunum yfir á sjöttu mínútu - ótrúlega óvænt og skemmtilegt. Jermaine Palmer kom Víkingum í 2:0 á Skipaskaga, skoraði á 81. mínútu eftir glæsilega sendingu Viktors Bjarka Arnarssonar - staðan að leik loknum var 2 - 0 sem er frábært fyrir Víkinga. Þeir komust upp í 9 sæti og eru einungis þrem stigum frá 8 sætinu.
-

Í Árbæ mættust heimamenn og ÍBV - fyrsta mark leiksins kom á 19 mínútu þegar Björgólfur Tekefusa skoraði beint úr aukaspyrnu. Gunnar Heiðar Þorvaldsson jafnaði síðan á 25 mínútu. Bjarnólfur Lárusson kom ÍBV yfir með vítaspyrnu sem dæmd var á Val Fannar Gíslason fyrir að brjóta á Gunnari Heiðari. Valur Fannar var rekinn af velli fyrir þetta brot.

Lokatölur 1 - 2.

-

Ég vil svo minna fólk á stöðu deildarinnar sem er uppfærð daglega hér á áhugamálinu.

Kveðja,
Hrannar Már.