Nú þurfum við poolarar ekki lengur að gráta okkur í sefn á hverju kvöldi því loksins kom að því Houlier hefur formlega verið sagt upp störfum. Hann er þá annar framkvæmdarstjói í sögu félagsins sem er rekin og hin var rekin fyrir um 50 árum og hann (Don Welsh) þurfti að stjórna liðinu niður í aðra deild(áður en úrvalsdeildin var gerð þó) en þó hafa verið umdeilanleg atvik eins og með Graeme Souness og Phil Taylor en þá er spurningin hver tekur við? Flestir vilja Martin O' Niell sam kvæmt Liverpool.is en ég vill fá Kenny Dalglish en þá aftur í Houlier því Rick Parry sýði málin (þetta er tekið af liverpool.is)“Eftir langa umhugsun og umræður, þá tók stjórnin ákvörðun um það að skipta um framkvæmdastjóra og Gérard tók þessu að vanda eins og heiðursmanni sæmir.”

“Við sögðum allan tímann að við myndum skoða stöðuna í lok tímabilsins og það er nákvæmlega það sem við höfum gert. Þrátt fyrir að hafa náð inn í Meistaradeildina, þá er það lágmarkskrafa ekki markmiðið okkar. Vegna margra ástæðna þá ákvað stjórnin að breytinga væri þörf ef við ætlum okkur að berjast fyrir alvöru um titilinn á næsta tímabili.”

“Þetta er ekki dagur reiði, ásakana eða vangaveltna. Þetta er dagur sæmdar og virðingar og ég vil nota tækifærið hérna og opinberlega þakka Gérard fyrir það sem hann hefur gert fyrir okkur þann tíma sem hann hefur stjórnað hérna. Við eigum öll góðar minningar frá hinni sögulegu þrennu og öðrum bikurum sem við höfum unnið. Það voru margar aðrar stundir sem voru mjög sérstakar og ég mun aldrei gleyma þeim móttökum sem Gérard fékk þegar hann sneri tilbaka eftir veikindin í Meistaradeildarleiknum gegn Roma. Við höfum átt margar góðar stundir saman.”

“Gérard hefur líka breytt mörgum hlutum utan vallar, hann hefur fært okkur aftur stolt og sjálfsvirðingu og hefur komið á aga og fagmennsku heilt yfir hjá félaginu. Þrátt fyrir það sem gerst hefur í dag, þá mun hann alltaf vera vinur þessa félags og velkominn á Anfield.”

“Núna hefjum við leit að nýjum framkvæmdastjóra. Dagurinn í dag er endir á einum kafla og byrjun á öðrum.”

En ef við kókjum á kaupin hjá þessum frábæra knattspyrnustjóra
keyptur á seldur á samtals
Heskey 10.000.000 6.750.000 -3.250.000
Westerveld 4.000.000 3.750.000 -250.000
Barmby 6,000.000 3.750.000 -2.250.000
Ferri 1.500.000 0 -1.500.000
Zige 5.500.000 4.000.000 -1,500.000
Kippe 750.000 0 -750.000
Xavier 750.000 0 -750.000
Song 2.600.000 2.600.000 0
Camara 2.500.000 2.500.000 0

Þetta eru bara þeir leikmenn sem hann keypti sjálfur og seldi aftur samtals -10.250.000.

En nú lítur maður á bjarta braut Houlier og Heskey farnir Carrager stendur sig Cisse og hin mikli og minn uppáhaldsleikmaður RRRRRRRafael Van Ver Vaart komnir.

Og ég kveð með fjórum reglum frá Houlier
1.Virðing
2.VERTU SIGURVEGARI
3.Hugsaðu fyrs tog fremst um liðið
4.Vertu toppatvinnumaður

Heimildir:Liverpool.is