Erikson er ekki sammála mér.... þetta er tekið af mbl.is, svona byrjunin allavega:

Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands, tilkynnti áðan landsliðshópinn fyrir EM í Portúgal síðar í sumar. Hann átti í nokkrum vanda með vörnina þar sem lykilmenn eru meiddir.

Markverðir eru: David James (Man City), Paul Robinson (Tottenham), Ian Walker (Leicester).
Varnarmenn: Gary Neville (Man Utd), Phil Neville (Man Utd), Ashley Cole (Arsenal), Wayne Bridge (Chelsea), Sol Campbell (Arsenal), John Terry (Chelsea), Ledley King (Tottenham), Jamie Carragher (Liverpool).
Miðjumenn: David Beckham (Real Madrid), Paul Scholes (Man Utd), Nicky Butt (Man Utd), Steven Gerrard (Liverpool), Frank Lampard (Chelsea), Owen Hargreaves (Bayern Munich), Kieron Dyer (Newcastle), Joe Cole (Chelsea)
Sóknarmenn: Michael Owen (Liverpool), Emile Heskey (Liverpool), Darius Vassell (Aston Villa), Wayne Rooney (Everton).
Þetta eru 23 leikmenn og heldur þjálfarinn því einu sæti lausu og tilkynnti hvaða leikmenn væru til taks til að fylla það. Þeir eru: Jermain Defoe (Tottenham), Richard Wright (Everton), Matthew Upson (Birmingham), Gareth Southgate (Middlesbrough), Scott Parker (Chelsea), Alan Smith (Leeds).

Ég skal segja ykkur það að ég er nú ekki alveg nógu hress með þetta.
Markmenn: auðvitað allir góðir en allir í fallbaráttunni í vetur og tveir féllu. Minn yndislegi fyrrum Leedsari og núverandi fokkíng Spursari, Robinson er þarna og auðvitað James en Walker getur ekki baun.

Vörnin er solid ef allt er í orden en ég veit að Southgate hreinlega ætlast til að vera þarna líka en hann meiddi sig auðvitað um daginn en ætlar að vera orðinn hress innan tíðar. hann er einn af þeim sem eru standbæ.

Svo getur maður kannski ekki sett mikið út á miðjuna, svolítið hissa á að Cole skuli vera þarna því hann hefur lítið spilað í vetur. hann er samt góður.

ég er ekki ánægður með sóknina. Vassel er þarna og ég hefði kosið að hafa Smith, sem ég hef tröllatrú á, þarna í staðinn og líka Jermaine Defoe en þeir eru báðir standbæ.
Svo er nú alveg spurning hvað maður treystir Heskey í, mér finnst ekkert hafa verið að koma út úr þessum manni - allavega ekki nóg- í langan tíma.
Hann er að fara til Birmingham fyrir þá sem ekki vita en þeir hafa samþykkt að borga 3,75 millur fyrir hann.

Svo er Jonathan Woodgate ekki með að sinni, hann er meiddur og fær aldrei að vera með í stórkeppnum greyið.
Það sem kom mér mest á óvart er að Richard Wright, markmaður hjá Everton skuli vera standbæ. þvílík hneisa og hneisa og hneisa.
Hann hefur lítið verið með í vetur og Nigel Martyn staðið sig eins og hetja og ég átti von á honum þarna.
Fyrsti kostur hjá Erikson var markmaður Norwich,Robert Green en Wright annar kostur. Kirkland hefði verið þarna væntanlega ef hann hefði verið hress en ég botna ekkert í þessu helvíti.

Beckham, Scholes og Gerrard verða sennilega fyrstir á miðjuna og spurning hver verður með þeim, Butt, Lampard, Dyer, Cole eða Hargreaves. Manni þykir nú Lampard líklegastur og svo er Scott Parker standbæ en ég sé hann varla koma inn ef einhver klikkar, það væri sennilega frekar sóknar eða varnarmaður.
Takk, ég botna ekki í Erikson en hann ræður (ennþá allavega)….
-gong-