Mikið hefur verið rætt um að undanförnu hver verði eftirmaður Bobby Robson's á Tyneside. Flestir virðast vera á þeirri skoðun að Alan Shearer sé rétti maðurinn í það starf. En þó ég sé mikill aðdáðandi Shearer's þá er ég ekki vissum hvort hann eigi að taka þá áhættu sem knattspyrnustjóri. Ef hann tekur þ.e.a.s við Newcastle þá er það allt gott og blessað en ef honum gengur hinsvegar illa með liðið getur ferillinn farið út í veður og vind á einu augabragði. Og er ekki réttast að hann fari af fordæmi Tony Adam's en hann tók eimitt við liði í annarri deildinni( man ekki alveg hvaða liði) og honum gengur bara nokkuð vel( reyndar í góðu sambandi við stjórnarmenn Arsenal og hefur fengið heilan haug af leikmönnum að láni þaðan) þrátt fyrir bága fjárhagsstöðu félagsins.
Fyrir minn smekk þá er ég vissum að Alan Shearer verði úrvals knattspyrnustjóri þá má vel vera að það sé ekki ráðlegt að byrja á jafn kröfuhörðum stað og á Tyneside. Það er ekki það sama að vera leikmaður og þjálfari þá margir af bestu þjálfurum allra tíma hafi verið leikmenn áður en þeir urðu þjálfarar. Þess vegna verður Alan Shearer að sanna sig fyrir okkur hinum að hann sé hæfur að stjórna liðinu því í augnablikinu treysti ég frekar á Gauja Þórðar en Alan's til að stjórna liðinu.
Takk fyri