Uglufréttir Þar sem 2. deildin í Englandi sést ekki einu sinni á getraunaseðlum 1x2 eru líklega margir búnir að gleyma Sheffield Wednesday, 5. elsta knattspyrnufélagi heims og skemmtilegasta liði 10 áratugarins (fyrri hlutann að minnsta kosti :-) ). Hetjur eins og David Hirst, John Sheridan, Chris Waddle, Mark Bright og Des Walker áttu þá í harðri toppbaráttu og voru óskaplega nálægt því að ná titlinum en töpuðu fyrir Leeds og Cantona. Arsenal átti í mestum vandræðum með Uglurnar og þurfti 3 leiki og framlengingar í þeim til að skera úr um bikarmeistara 1993.

Þessa dagana er það helst að frétta að Uglurnar eru nú í toppbaráttu 2. deildarinnar og fá yfir 20 þúsund manns á hvern einasta heimaleik þó spilað sé á móti liðum eins og Rushden & Diamonds eða Notts County (elsta knattspyrnufélag heims). Þetta gæti slagað upp í metið sem Manchester City setti (og það væri ekki leiðinlegt að fylgja fordæmi þeirra og komast í úrvalsdeildina aftur sem fyrst).

Mikil læti urðu nú um daginn þegar markahæsti maður liðsins, Finninn Shefki Kuqi, var lánaður til Ipswich. Þetta finnst mörgum afskaplega undarleg ráðstöfun en þetta var víst eitthvað sem stjórn félagsins ákvað að gera til að þurfa ekki að borga honum laun á meðan hann er í láninu (Ipswich sér þá um það). Pyngjan hjá Uglunum er óskaplega tómleg þessa dagana og skuldirnar gífurlegar.

Uglurnar á Íslandi voru einna fyrstar íslenskra stuðningsmanna til að henda upp vef fyrir sína menn, það gerðist haustið 1995. Sá vefur dó nokkrum árum seinna en 2001 opnuðum við vefinn aftur. Á honum má finna úrslit síðustu 3 tímabila sem og leiki og úrslit þessa tímabils.

Vefinn má finna á <a href="http://sheffwed.betra.is/">SheffWed.betra.is</a >.

Við erum duglegir að uppfæra fréttirnar og úrslit leikja ogbjóðum alla velkomna sem vilja kynna sér þetta stóra félag með lélega liðið (þessa dagana).
Summum ius summa inuria