Fyrri Evrópuleikur Fylkis við AIK Solna verður nokkuð sögulegur. Í fyrsta sinn í sögu Evrópukeppni félagsliða í karlaflokki mun dómarinn vera kona. Leikurinn verður 14.ágúst og fer fram í Stokkhólmi í Svíþóð.

Nicole Petignat heitir konan og er 36 ára frá Sviss. Hún hefur dæmt í efstu deildunum í karlaflokki í Sviss í fjögur ár. Hún hefur einnig dæmt kvennaleiki og var meðal annars með flautuna í úrslitaleik HM kvenna 1999 þar sem Bandaríkin unnu Kína í vítaspyrnukeppni.

Petignat segir að mun erfiðara sé að dæma karlaleiki heldur en kvennaleiki
Stjórnandi á