Á manutd.is er athyglisverð grein um það að Luis Figo telur það eina rétta fyrir Beckham, ef hann vill verða jafn góður og Figo(egó) að þá sé það eina rétta í stöðunni að yfirgefa Manchester og halda uppá meginlandið til frekari landvinninga.

En annars segr Figo:“Beckham er vissulega frábær leikmaður, en til að ná öllu sínu fram þá þarf maður áskorun” sagði Figo. “Ég var hjá Sporting Lisbon. En síðan að ég fór til Spánar þá hefur mér farið mikið fram sem leikmaður.” Síðan heldur hann áfram:“Hann hefur náð toppnum í Englandi og Manchester United er frábært lið. En þetta er um hans markmið og langanir! Ég veit að Beckham myndi gera mjög góða hluti á Spáni og það er ekki spurning að hann er nógu góður til að spila hjá öllum bestu félögunum þar.”

Beckham á nú rúm tvö ár eftir af samningnum við United og hefur talað um langtímasamning, en það er aldrei að vita hvort hann halda út fyrir landsteinana og á vit ævintýranna! (Þó svo að ég persónulega vilji halda honum hjá Manchester!)
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _