Mikið hafði ég gaman af því að horfa á 4-4-2 á sýn. Leikur vikunnar að þessu sinni hjá þeim félögum Snorra og Þorsteini var viðureign Juventus og Real Madrid.

Það sem mér fannst hvað augljósast var sá biturleiki sem klárlega skein úr orðum Snorra, viðmælandans og Sigurðs Kára yfir því að við erum að horfa upp á AL-ÍTALSKANN úrslitaleik í meistaradeildinni. Það sem sló mig mest í þessu var að ALDREI minntust þeir á að Juve hafi hreinlega spilað ótrúlega vel fyrir utan að mig minnir að Þorsteinn hafi einu sinni minnst á það að nú væri stórgóð sókn Juve að hefjast.

Hinsvegar töluðu þeir allann tímann um það hvað Hierro væri orðinn gamall og Figo slappur í þessum eina leik. Ekki var mynst einu orði á eleganz Del Pieros í marki númer tvö, hinum ótrúlega góða leik Zambrotta og Davids svo ég tali nú ekki um Thuram.

Ég veit vel að Sýn er að selja enska boltann, en það virðist stundum eins og að þeir hafi einsett sér að koma Ítalska boltanum útaf kortinu hjá íslendingum. Deild sem þeir höfðu í 10 ár sent inn í stofur landsmanna.

Menn tala um að þessi bolti sé svo leiðinlegur, fullur af varnarleik og leikaraskap. Ég viðurkenni sannarlega að leikir Milan-Inter einkenndust af stífum varnarleik, en það er ekki hægt að saka Juve um að spila ekki sóknarbolta. Hvað mig varðar fanst mér þeir betri en Real í báðum leikjunum sem er frábær frammistaða því að þeir voru þar að leggja af velli það sem talið er eitt sterkasta lið sem nokkurtíman hefur verið sett saman. leiðinlegur varnarbolti? kanski, en má ég benda á að það var Juve sem skoraði fjögur mörk í þessari viðureign, sóknarliðið Real aðeins þrjú.

Samkvæmt upplýsingum af soccerstats.com þá eru skoruð 2.53 mörk að meðaltali í leik í ítölsku A-deildinni meðan að þau voru 2.63 í ensku úrvalsdeildinni og 2.57 í spænsku. Þetta er ekki mikill munur og það skal tekið fram að enska deildin er búin þannig að sú ítalska gæti bætt þessa tölu enn frekar.

Það þýðir því lítið að reyna að segja mér að það sé bara spilaður leiðinlegur markalaus varnarbolti á ítalíu. Hlusta ekki á svona kjaftæði. 'Eg er samt sammála því að ítalir spila MJÖG góða vörn.

Ég sé fram á skemmtilegan úrslitaleik þar sem bæði liðin eiga að geta skorað. Stærri hluti íslendinga á hinsvegar eftir að bölva þessum leik fyrir það hvað hann verði leiðinlegur og mikill varnarbolti og ég tel að þeim skoðunum verði ekki haggað, hvorki með rökum né með því að liðin spili flottann bolta því að það er jú eins á íslandi eins og annarstaðar…. fótbolti og skoðanirnar þannig lýka eru trúarbrögð. Fólk er fast við sitt.

Forza Juve og Forza Italia