Hmmm…
Ég var að enda við að horfa á leik Arsenal og Bolton sem fór 2-2.
Pires og Wiltord skoruðu mörk Arsenal en Djorkaeff og Keown (og) skoruðu fyrir Bolton.
En það er ekki það sem ég er að tala um. Heldur eru það þulirnir á stöð 2 og SÝN!
Hvað varð eiginlega um þessa skemmtilegu og hlutlausu þuli sem héldu ekki með neinum?
Jú, þeir eru víst útdauðir því að flestir þulir halda annaðhvort með Manchester Utd. eða Liverpool og enginn með Arsenal eða Newcastle.

Ég man eftir einum manni sem nýlega var fyrir aftan borðið. Það var hann Henry Birgir. Ég hlakkaði mest til þegar ég vissi að hann væri að lýsa því að hlutleysið var í hámarki.
Ég sá áðan (Laugardag) að Arnar Björnsson hélt bókstaflega með Bolton. Ég veit það því að ég var í tölvunni og hlustaði eftir færum og brotum. Ég tók ekki einu sinni eftir því að Wiltord hafði skorað því að ég heyrði bara: “og Henry hleypur upp vænginn og gefur fyrir og-og-og Wiltord….” þetta var HVÍSLAÐ í mækinn hjá Arnari.

Endilega komið með skoðanir á þessu máli og ekki byrja með e-ð “hahaha, Manjú eru bara beztir”! því þetta er ekki búið.
Munið að Arsenal eiga einn leik inni.