“Þegiðu Ferguson”.
Franski landsliðsmaðurinn, og einn besti kantspilari Deildarinnar, Robert Pires, hjá Arsenal, sagði í viðtali að Ferguson ætti bara að þegja og hætta að skipta sér að öðrum liðum og sérstaklega að Arsenal. Nú er sálfræðihernaður hafinn í deildinni þegar hún er að taka enda. Annars er Ferguson er nokkuð þekktur fyrir svona “skot”.



Steve Bruce, framkvæmdastjóri Birmingham, segir að Jóhannes Karl Guðjónsson hafi ögrað Christian Dugarry sem hafi gert það að verkum að Dugarry hrækti í áttina að Jóhannesi í umdeildri viðureign Aston Villa og Birmingham á dögunum. Bruce segir að Dugarry hafi með þessum verknaði verið að lýsa andúð sinni á þeim orðum sem Íslendingurinn hafi látið falla í garð Dugarrys.



David O´Leary, fyrrum framkvæmdastjóri Leeds United, hefur lýst því yfir að hvað sig varðar væri ekkert því til fyrirstöðu að hann stjórnaði Leeds að nýju í framtíðinni. Hann segist mundi taka við starfinu með glöðu geði og telur að aðdáendur liðsins myndu taka sér fagnandi.


Alan Shearer hefur skipt um skoðun varðandi þá yfirlýsingu sína að til greina komi að hann leiki að nýju með enska landsliðinu en hann dró sig í hlé árið 2000. Ástæðan fyrir þessum sinnaskiptum Shearers er að hann er hræddur við viðbrögð stuðningsmanna Newcastle. Hann var harðlega gagnrýndur af þeim áður en hann hætti með landsliðinu og var það meginástæðan fyrir því að hann dró sig í hlé. Stuðningsmönnum fannst vera hans í landsliðinu koma niður á frammistöðu hans með Newcastle.