Nú eru Newcastle loksins búnir að kaupa sér varnarmann. Hann er nú alls ekkert slappur kauðinn sá arna því það er enginn annar en Jonathan Woodgate. Þetta vita eflaust flest allir núna. Núna eru Newcastle greinilega með eitt sterkasta liðið í deildinni.

Þeir eru með góðan markmann, góða vörn og stórkostlega miðju og framlínu. Sir Bobby Robson er búinn að vinna stórkostlegt starf og er búinn að moka burtu skítinn eftir forvera hans. Og eftir að Alan Shearer hætti með landsliðinu hefur hann gjörsamlega blómstrað og setur hvert markið á fætur öðru. Með honum í framlínunni er Craig Bellamy og hann hefur líka verið að gera góða hluti. Þeirra samvinna hefur verið baneitruð vörnum
andstæðinganna.

Á miðjunni hjá Newcastle eru menn eins og Gary Speed, Kieron Dyer, Laurent Robert, Jermaine Jenas og Nolberto Solano. Þeir hafa allir verið mjög ferskir og Jermaine Jenas hefur komið skemmtilega á óvart. Það skiptir litlu fyrir þá að Hugo Viana er meiddur og það er ljóst að þeir verða enn sterkari efir komu hans.

Vörnin hjá Newcastle hefur verið helsti veikleiki þeirra. Þar hefur vantað stöðugleika og hefur verið mikið af mistökum þar. En með komu Jonathan Woodgate gæti það lagast. Shay Given hefur vaxið mjög mikið í gegnum árin og er núna einn af betri markmönnum deildarinnar.