Jæja, ég er búinn að fá nóg. Eftir leik Liverpool gegn Manure á sun. var þá snappaði ég, bókstaflega. Eftir að hafa discuterað ástand Liverpool í dag við bróður minn þá vildi ég deila hugleiðingum mínum með ykkur poolurum eða öðrum fylgismönnum ensku deildarinnar. Tek það skýrt fram að ég er harður poolari og hef verið það slatta lengi og tel að þetta sé aðeins uppbyggileg gagnrýni.
Ég er búinn að velta því fyrir mér hvað sé í gangi með þjálfunina hjá Liverpool. Einu mennirnir sem ná knattspyrnulegri þróun eru varnarmenn liðsins. Það ætti búið að reka markmannsþjálfarann, Joe Corrigan, fyrir löngu.Tökum nokkur dæmi til að sýna hversu ömurlegur þjálfari er þar á ferð; David James er í enska landsliðshópnum í dag(mjög góður,er bara með virkilega slæma vörn fyrir framan sig í dag), Brad Friedel, einn besti gk í enska boltanum í dag(hann var lélegur hjá L´pool), Westerveld(hann var rosalegur hjá okkur fyrst, svo fór allt til fjandans, spilar nú með efsta liði primera liga á Spáni), svo Dudek núna smám saman að missa það) hmmm tilviljun?
Ok, þá eru það miðjumennirnir; Meiðsli er það fyrsta sem mér dettur í hug. Þau eru partur af leiknum og gerast reglubundið en come on!! Redknapp er farinn eftir að hafa verið meiddur í þrjú ár, hann náði sér af þeim á tímabili en meiddist alltaf aftur og aftur. Á sínum tíma var hann með bestu miðjumönnum í boltanum og mikill missir en ekki tókst að koma honum í lag og er farinn núna til liðs sem er örugglega með betri sjúkraþjálfara, ég meina hann er búinn að spila u.þ.b 20 leiki og ekki enn búinn að meiðast. Annað dæmi er Berger, þvílíkur bömmer að hann sé ekki með þegar horft er til þess að allir aðrir hitta ekki á rammann úr langskotum auk þess er Berger brilliant leikmaður, hann meiddist á hné og komst í lag 3 mán. seinna en var aldrei gefið tækifæri til þess vinna upp sitt gamla form, í staðinn var vinstri bakvörður eða Murphy(sem á EKKI að spila út á kanti) látnir vera á vinstri vængnum, og svo meiðist hann aftur, nær sér en meiðist aftur, sama fu….. málið með hann og Redknapp og nú er Berger frá í a.m.k í 3 mán. Svo er það Smicer sem ekki tekst að halda sér heilum í 2 mán. þegar hann meiðist aftur, þetta var líka með hann Robbie okkar Fowler, hann var alltaf meiddur. Aldrei tókst eða mun takast að halda þessum lykilmönnum heilum. Ég get tekið fleiri dæmi en þetta er nógu langt til að hægt sé að sjá ákveðið mynstur. Burt með þessa ömurlegu sjúkraþjálfara (veit samt að það er lokaákvörðun þjálfarans að láta leikmannin spila). Eins og ég sagði áður virðast varnarmenn aðeins þróast, það á kannski líka við um miðjumennina, þar sem flestir eru VARNARmiðjumenn, hvað þurfum við marga? Mér langar aðeins að minnast á einn, Igor Biscan. Það voru bestu lið Evrópu á eftir þessum manni, okkur tókst að ná í hann og lék bara ágætlega fyrstu leikina fyrir L´pool. Svo fór hann að aðlagast þjálfununni og hvað gerist, hann virðist hafa krækt sér í einhverskonar aftursæknissjúkdóm eins og versti fasisti. Djö…. hlýtur hann að sjá eftir að hafa valið L´pool. Alveg viss um ef hann færi annað sæjum við Graeme Souness í honum, sbr. Ziege, Leonhardsen og Redknapp, enn önnur svekkjandi tilviljun eða hvað?
En ég er ekki búinn, sóknarmenn; Emile Heskey, þetta nautsterka og fljóta fyrirbæri var óslípaður demantur en virðist sem hafi verið skorinn með járnsög (afsakið myndlíkingarnar, bara reyna að bæla niður blótsyrðin). Kom til liðsins frá Leicester öflugur og sannaði ágæti sitt fyrstu 1 og 1/2 leiktíðina, svo virðist sem hann hafi verið settur í einhverskonar þjálfun sem hæfir veðreiðahesti eða eitthvað annað jafn fáránlegt. Ég þarf ekkert að útskýra mál mitt betur með Heskey, einhverjir skilja hvað ég á við. Diouf á vonandi eftir rífa sig upp, vita flestir hvað hann getur og ég segi það óhikandi að hann er sá sem næst gæti orðið jafngóður og Thierry Henry, Diouf er aðeins 21 árs. Owen, voga mér ekki að gagnrýna hann því hann er óútreiknanlegur, bara smá punktur, af hverju þróast ekki tæknileg geta hjá honum eða þá að prófa að athuga hvort einhver sé ekki í betra færi áður en skotið er úr vonlausu færi.
Jæja ef þið eruð komin þetta langt í lestrinum þá fer gamanið að kárna (hvað þýðir kárna?). Þá er það kallinn í brúnni, sjálfur Houllier. Hvenær datt honum í hug að varnarbolti væri góð skemmtun fyrir milljónir, afsakið, tugir milljóna áhangenda Liverpool ef ekki fleiri, ég veit ekki, hvað eru við margir? OK, eitt er að ná árangri, annað að ná þeim árangri á viðeigandi hátt. Það gerir Houllier ekki. Hvar er stíllinn okkar sem tók Shankly og Paisley áratugi að þróa? Roy Evans hélt andanum uppi, gerði bara slæm kaup og fékk pokann. Houllier hefði bara átt að vera ráðinn sem ráðgjafi fyrir Evans, kenna Evans sitthvað í varnartaktík og leikmannakaupum.
Ég veit ekki um ykkur en þegar ég sest niður til þess að horfa á L´pool leik langar mér að sjá þá yfirspila andstæðingana og pressa á þá halda uppi góðum bolta. En það sem horfum á upp í dag er hugmyndaleysi, tilviljunarkenndan bolta og margumræddan varnarbolta. Leikmennirnir kunna ekki einu sinni að senda frá sér boltann í einföldum sendingum, grunnatriði þjálfunar. Það er bara kick and run bolti.
Fyrir mína parta er ég búinn að fá nóg, stjórinn er hjartveikur í guðanna bænum, taka hjartveikir menn áhættur? Þetta er ekki paranoia hjá mér en ég tel að það sé kominn tími á breytingar, þá meina ég í alla staði. Sérstaklega í þjálfun, og ég myndi ekki gráta Houllier, maður sem taldi að samstarf Fowlers og Owen gæti ekki gengið. Hvað hefði það orðið ef sóknarleikur hefði verið spilaður með þá tvo frammi? Þetta eru ekki menn sem fara djúpt niður á miðju til að sækja boltann. Þeir þrífast á snjöllu samspili og krossum frá köntunum. En það er ekki á dagskrá í dag.
Með von um bjartari tíð
Snoop Dogg