Liverpool - Man Utd Ég vaknaði snemma í morgunn eftir lítinn svefn í nótt til þess að fara á players og horfa á LIVERPOOL-MAN UTD. Ég held Með CHELSEA en ég hef gaman að því að horfa á Skemmtilega leiki. Svo sannarlega var þetta skemmtilegur leikur með hraða og baráttu í báðum líðum. Leikurinn fór vel af stað og átti dómarinn þátt í því að skemma fyrstu sókn Liverpools með því að vera það feitur að hann gat ekki stokkið hærra í loftið. Leikmenn Man utd (Solskjer) fengu dæmt af sig mark á 6 mín vegna réttilegra dæmda rangstæðu eftir frábært spil hjá Forlan og Nistelroy leikurinn hélt svo vel áfram og fékk Nistelroy gult spald. staðan var 0-0 í hálfleik þótt Liverpool væru buin að vera meira með boltann.
Seinni hálfleikur fór ad stað með sömu baráttu og í þeim fyrri.
Man Utd fékk sókn á 63 mín en skallaði Carragher boltann örugglega í átt að Dudek,Dudek tók sig til og missti boltann gegnum klofið og Forlan náði boltanum auðveldlega og lagði boltann í opið markið 0-1 63 min , allveg skelfileg mistök í þriðja skiptið á stuttum tíma. 4 min seinna fék Forlan Stungu sendingu og þrumaði hann boltanum beint á Dudek sem varði boltann inn í markið 0-2 67 min (Dudek átti að verja þennan bolta og mér er sama hvað nokkur maður segir)
þá varð allt vitlaust hjá Liverpool og þeir fóru í gang. það borgaði sig því Hyypia skoraði á 82 min eftir fyrirgjöf og þá kættust Liverpool menn 1-2 82 min . Liverpool börðust eins og ljón þar sem eftir var og ætlaði að sjóða uppúr á tímabili, gulu spjöldinn fóru á loft og allt varð vitlaust. Hamann átti því líka þrumu á markið en Barthez varði frábærlega í slánna og út.Gerrard fékk mjög gott færi að jafna leikinn en skaut næstum í innkast.þrátt fyrir mikla baráttu í Liverpool náðu þeir ekki að Jafna leikinn og því urðu lokatölur Liverpool-Man Utd 1-2.Ekki allveg sanngjarnt kannski enég held að Dudek Sé buin að segja sitt siðasta hjá Liverpool

Dómarinn stóð sig vel í leikinum og fær hann góða dóma hjá mér.
Þetta var einn skemmtilegasti leikur sem ég hef séð á timabilinu og vonandi verða þeir fleiri

Endilega segið ykkar álit á leiknum og Dudek

Kveðja ASLEY