Sönglög Schuberts eru ein áhrifamestu verk sem hafa verið samið. Sönglögin innihalda texta frá þekktustu rithöfundum Þýskaldands á rómantíkinni m.a Goethe og Schiller. Auk veraldlegra texta samdi Schubert trúarleg verk og úr þeim flokki kemur hans þekktasta verk Ave Maria. Schubert hafði mikil áhrif á íslensk tónskáld eins og Sigvalda Kaldalóns, Sigfús Einarsson og Sigurð Þórðarsson enda var íslensk söngtónlist á þeim tíma óskrifað blað. Hér fyrir neðan er sandkorn af meistaraverkum Schuberts.
Ave Maria
Flökkumaðurinn - Der Wanderer
Standchen úr Svanasöng Schuberts
Álfakóngurinn (Erlkönig)Texti mikilvægur
Óperan
Í þetta sinn verður fjallað lítillega um óperur.
Vonandi tekst mér að sannfæra lesendur um að óperur er langt í frá að vera afþreyjing fyrir fólk á elliheimili eða börn á leikskóla. Góð ópera fjallar um ástina og til að skilja ástina þarf maður að skilja sálræna og kynferðislega þörf.
Óperan á rætur sínar að rekja til Ítalíu, á endurreisnartímanum hafði Ítalíuskagi verið að jafna sig eftir mörghundruð ára uppbyggingu eftir fall Rómar á 5 öldinni. Aðalmerki endurreisnarinnar voru madrígalarnir sem var veraldleg söngtónlist fyrir venjulegt fólk, eða messan sem var kirkjutónlist og þróaðist mjög hægt og treglega.
Madrígalarnir fjölluðu um ást, stríð og goðafræði sem er sama efni og óperur notuðust við í upphafi. Það var árið 1600 sem að fyrsta óperan var flutt eftir madrígalaskáldið Jacopo Peri. Þetta var mjög frumstætt og ófullkomið. Það var ekki fyrr en 1607 að Claudio Monterverdi samdi L'Orfeo(Orfeus) að fyrsta alvöru óperann var komin til sögunnar. Hans snilli var að tvinna saman sögu og tónlist í rétta tilfinningu sem hafði ekki þekkst á undan hans tíð.
Arían "þú ert látin mín kæra"
Á Englandi voru enskar óperur aldrei mjög vinsælar, sem dæmi samdi Handel alltaf ítalskar óperur á meðann hann bjó í London. Leikhúsin voru það vinsæl að það sem við köllum enska óperu kölluðu þeir söngleikrit (að minnsta kosti á Barokktímanum). Það er aðeins eitt tónskáld sem ég veit um sem gat samið enska óperu og það var Henry Purcell.
Arían "Þegar ég verð lögð í jörðu" úr Dido og Aeneas e.Purcell
Jarðafaramars drottningarinnar eftir Purcell(sá einhver myndina a clockwork orange?)
Að undanskildu kantötum, óratoríum og singspiel(söngleikir) þá varð þýska óperan ekki almennilega vinsæl sem slík fyrr en árið 1821 með verkinu Der Freischütz eftir C.M von Weber. Mæli með "Wolf's Glen" senunni fyrir áhugasama. Þessi ópera hafði ólýsanleg áhrif á Richard Wagner og þá sérstaklega Wolf's Glen scene. Ástæðan fyrir því að þýska óperan var svo lengi að komast í gír var vegna þess hve óþjált málið er. Það er mjög erfitt að setja þýskann texta í tónlist og hljómurinn er mjög harður sem þótti ekki flott fyrir óperur. Mozart samdi samt tvær óperur á þýsku, Brottnámið úr kvennabúrinu og Töfraflautan sem bæði voru singspiel. Auk þess samdi Beethoven eina óperu Fidelio.
Það sem einkennir þýskar óperur eru notkun á ævintýrasögum og öðrum yfirnáttúrulegum sögum ólíkt flestum ítölskum óperum. Fidelio eftir Beethoven er reyndar undantekning þar sem hún er að mestu leyti ítölsk ópera á þýsku.
Lokasenan úr Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir Mozart, tekin úr myndinni Amadeus. Kallast Turkish finale.
Ástarsena úr "Tristrams saga ok Ísöndar" eða "Tristan und Isolde" eftir Wagner.
Úr Valkyrjunum eftir Wagner, þær syngja texta úr Darraðarljóði þýtt á þýsku. Á íslensku hljóðar þetta svona
Vindum, vindum
vef darraðar,
þars er vé vaða
vígra manna!
Látum eigi
líf hans farask;
eigu valkyrjur
vals of kosti.
Lokasenan úr Salóme eftir Richard Strauss. Þessi ópera er þekkt fyrir aðra senu þar sem Salóme dansar sig nakta og fyrir að vera almennt kynferðisleg.
Ítölsku óperurnar eru nær óteljandi. Sem dæmi árið 1700 voru frumfluttar 2 þúsund nýjar ítalskar óperur í Vínarborg. En eins og með alla tónlist sem er samin eingöngu til að moka pening að þá hafa mjög fáar óperur lifað af tímann.
Ég ætla aðeins að fara yfir risana í ítalskri óperugerð. Þeir eru Verdi, Puccini og Rossini. Auk þess frönsku risanna Bizet, Offenbach og Gonound.
Pavarotti syngur La Dona úr Rigoletto eftir Verdi
Arían Casta Diva úr Norma eftir Bellini. Sungin af Maria Callas (mestselda sópransöngkona allra tíma).
Arían Habanera úr frönsku óperunni Carmen eftir Bizet.
P.S Smá af óperum á öðrum tungumálum.
Kynlífssena úr óperunni Lady Macbeth eftir Shostakovich
Franz Liszt
Vitnun í grein Aulos:
Píanósnillingurinn Franz Liszt fæddist árið 1811 í smábænum Raiding í Ungverjalandi. Faðir hans var mikill áhugamaður um tónlist, enda sellóleikari í sinfóníuhljómsveit Ercházky hirðarinnar, en þar starfaði (þá) þekktasta tónskáld klassísku aldarinnar, Joseph Haydn, í heil fjörtíu ár. Franz ólst því upp í tónlistarumhverfi og sýndi snemma mikla hæfileika. Föður hans þóttu hæfileikar drengsins svo stórkostlegir að hann flutti með drenginn og alla fjölskylduna til Vínar til að Franz gæti fengið sem allra bestu tónlistarmenntun sem möguleg var. Það var árið 1822 og á þeim tíma þótti mjög undarlegt að gera hæfileikum barna svona hátt undir höfði. Í Vín nam Franz píanóleik hjá virtasta lærlingi Beethovens; Carl Czerny, og eftir að Antonio Salieri, helsti keppinautur Mozarts, hafði heyrt Franz spila í heimahúsi bauðst hann til að kenna Franz tónsmíðar. Þessi umfangsmikla skólaganga varð þó aðeins átján mánaða löng því þá ferðaðist Franz ásamt föður sínum til Parísar. Þar heillaði drengurinn alla upp úr skónum og náði strax gríðarlegum vinsældum sem píanóleikari. Þar lærði hannn meira um tónsmíðar og samdi óperu og nokkur ágætis píanóverk. Hann ferðaðist síðan um Frakkland og Sviss og hélt tónleika vítt og breitt um löndin. Í beinu framhaldi af Sviss- og Frakklandsferðinni ferðaðist hann til Englands. Þar hélt hann tónleika sem bretakonungur sjálfur var viðstaddur. Stuttu eftir þá tónleika lést faðir hans úr taugaveiki. Vegna dauða föður síns þurfti Franz að snúa aftur til Vín. Þegar hér er komið við sögu var Franz orðinn fjórtán ára og strax búinn að afla sér gríðarlegra vinsælda og almennrar hylli sem tónlistarmaður og leggja dálítið í grunn Paganinis að snillingadýrkun. En hún átti eftir að setja sterkan svip á tónlistarlíf rómtísku aldarinnar.
Fyrsta útgefna verk Liszt aðeins 14 ára gamall, tilbrigði við stef. Fyrst kemur stefið svo heyrist tilbrigðið, ath að Liszt gat auðveldlega spilað þetta.
Giuseppe Verdi var af fátæku foreldri og fæddist nærri Parma á ítalíu. Hann sýndi snemma fyrirheit um tónlistarhæfileika" og fórnaði faðir hans miklu til að kaupa handa honum notaða spínettu sem Verdi notaði til að læra undirstöðuatriði í tónlist. Tólf ára gamall varð Verdi organisti heimabæjar síns en þótt hann sýndi hæfileika í tónsmíðum var honum synjað um mngöngu í tónlistarskólann í Mílanó til að rýma fyrir betur menntuðum ungum tónlistarmönnum. Þrátt fyrir synjunina hélt Verdi ótrauður áfram og hlaut að launum einkakennslu í Mílanó sem velunnari greiddi fyrir hann. Tvítugur var Verdi illa klæddur, rýr vexti og andlitið eins og skorið í tré. Þó varð dóttir velunnara hans ástfangin af honum en hann kenndi henni söng og píanóleik. Þau gengu í hjónaband ánð 1836. Á þeim tíma hafði Verdi skrifað sína fyrstu óperu, Oberto, og fyrir stuðning vina var hún sviðsett í La Scala óperuhúsinu. Ágætar viðtökur hennar urðu til þess að hann var beðinn að semja þrjár óperur til viðbótar. Sú fyrsta, gamanópera, var misheppnuð. Nabucco fylgdi fljótlega á eftir og fékk frábærar viðtökur. Viðfangsefni hennar, átökin á milli Assyríumanna og Gyðinga, kveikti strax í ímyndunarafli ítalskra áhorfenda. Þeir höfðu samúð með Gyðingunum því þeir sáu samlíkinguna við þeirra eigin baráttu gegn austurrískri kúgun og Þrœlakórinn frægi, "Va pensiero", var klappaður upp á frumsýningunni þrátt fyrir þá venju að gera slíkt ekki. Nabucco var sviðsett á tímum mikilla tilfmningalegra umbrota hjá Verdi en hann hafði á skömmum tíma misst börnin sín tvö og síðan konuna. Það var aðeins fyrir stuðning vina sem hann komst í gegnum erfiðasta tímabil ævi sinnar. Vinsældir óperunnar hjálpuðu Verdi að endurheimta stundarskort á sjálfstrausti og hann sökkti sér í vinnu og stefndi á áður óþekkt hámark velgengni.
Rossini, Donizetti og Bellini höfðu til þessa tíma drottnað. yfir ítölsku óperunni en markmið þeirra var að leyfa söngvurunum að sýna hæfileika sína í sýningararíum. Verdi hafði meiri áhuga á dramatískum þáttum óperunnar. I reynd óskaði hann eftir ,,grófum, rámum og drungalegum röddum með einhverju djöfullegu í sér" fyrir hlutverk lafði Makbeð í Mahbeö (1874) í stað sópransins sem þegar hafði verið valinn og sem gat aðeins sungið „fullkomlega".
Á eftir Makbeð fylgdu þrjár af frægustu óperum Verdis, Rigoletto árið 1851, La traviata árið 1853 — báðar með óperutexta eftir Francesco Maria Piave sem Verdi vann með að níu óperum — og trovatore, einnig frá árinu 1853. La traviata fjallar um óeigingjarna ást en hinar tvær eru tilfmningaþrungnar óperur sem fjalla um dekkri hliðar mannlegs eðlis, eins og hatur, morð, misþyrmingar, smán og afvegaleiðslu. Fleiri óperur fylgdu í kjölfarið og sýndu frekari þróun stíls og aukna víðsýni. Lcs vépres siciliennes var samin fyrir París, Un ballo in maschera fyrir Róm, La forza del destino fyrir Pétursborg, Don Carlo fyrir París og Aida fyrir Cairo. Verdi varði æ nieiri tíma í ferðalög og hitti seinni konu sína, Giuseppa Strepponi, í London og kvæntist henni áriö 1859.
Verdi samdi ekki óperur í 15 ár eftir að Aida kom út árið 1871 en árið 1874 var frumflutt í Mílanó Sálumessa hans sem hann samdi í minningu vinar síns, skáldsins og rithöfundarins Manzoni. Blanda trúarlegrar vegsömunar og dramatískrar tónlistar var ögrandi hrcintrúarmönnum en þetta kórverk var enn einn sigurinn. Verdi var kominn á sjötugsaldur þegar hann samdi tvær síðustu óperur sínar, Óþelló og Falstaff, sem frumfluttar voru 1887 og 1893. Hvorug þeirra hlaut góðar viðtökur. Verdi hafði áhyggjur af viðtökunum sem Falstaff mundi fá, ef til vill minnugur þess hve fyrri gamanópera hans mistókst. Að þessu sinni hafði hann mjög snjallan óperutextahöfund, Arrigo Boito, með sér og nýtti Verdi sér ævilanga reynslu sína til að skapa óperu þar sem söguþráðurinn, hljómsveitin, tónlistin og söngvararnir eru í fullkomnu jafnvægi.
Verdi lést í Mílanó árið 1901 háaldraður, 87 ára. Talið er að 200.000 manns hafi fylgst með líkíylgd hans fara hjá og enda þótt hann hefði beðið þess að eiigin tónlist yrði leikin byrjaði einhver úr hópnum ad syngja „Va pensiero" og fjöldinn tók undir í viðlaeinu.
" (http://tonmennt.is/tonskald/tonskald.php?id=232)
(Höfundur mælir með miklum hljóðstyrk eða sterk heyrnatól fyrir þetta stykki)
Atli Heimir Sveinsson
![]() |
Tilvitnun"Atli Heimir Sveinsson fæddist árið 1938. Hann stundaði nám í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík. hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni. Síðan nam hann tónsmíðar, hljómsveitarstjórn og píanóleik við Ríkistónlistarháskólann í Köln. Þaðan lauk hann prófi í tónsmíðum og tónfræði árið 1963. Meðal kennara hans voru Gunter Raphael,Rudolf Petzold og Bernd Alois Zimmermann. Hann stundaði framhaldsnám hjá Karlheinz Stockhausen og nam raftónlist í Hollandi hjá Gottfried Michael Koenig." (http://www.tonlist.is/Music/Artist/6827/atli_heimir_sveinsson/) Snert hörpu mína: Kisa mín: |
![]() |
György Ligeti var fæddur í bæ sem kallast Dicszentmárton sem staðsettur er í Transaníjú í Rúmeníu þann 28 maí 1923 og foreldrarnir hans voru af gyðingaættum og komu frá Ungverjalandi. Hann yfirgaf borgina til að hefja tónlistarnámið sitt í Listaskólanum við Kolozsvár sem er stór borg við miðju Transilvaníju. Námið gett ágætlega fyrir sér undir handleiðslu frá Ferenc Farkas á árunum 1941-1943, árið 1943 gerðist það að nasistarnir réðust inní bæinn og neyddist til að flýja. Og á sama tíma voru foreldar hans og bróðirinn tekin til Auschwitz og móðir hans var sú eina sem lifði fanga/slátrunnar vistinna af. |