Gleymt lykilorð
Nýskráning
Klassík

Klassík

3.276 eru með Klassík sem áhugamál
2.978 stig
61 greinar
408 þræðir
11 tilkynningar
127 myndir
156 kannanir
3.829 álit
Meira

Ofurhugar

hlolli hlolli 306 stig
Kreoli Kreoli 162 stig
Remu5Lup1n Remu5Lup1n 110 stig
kvkhamlet kvkhamlet 78 stig
ice2thule ice2thule 66 stig
DaCapo DaCapo 46 stig
aevar2 aevar2 40 stig

Stjórnendur

Sönglög Franz Schubert


Sönglög Schuberts eru ein áhrifamestu verk sem hafa verið samið. Sönglögin innihalda texta frá þekktustu rithöfundum Þýskaldands á rómantíkinni m.a Goethe og Schiller. Auk veraldlegra texta samdi Schubert trúarleg verk og úr þeim flokki kemur hans þekktasta verk Ave Maria. Schubert hafði mikil áhrif á íslensk tónskáld eins og Sigvalda Kaldalóns, Sigfús Einarsson og Sigurð Þórðarsson enda var íslensk söngtónlist á þeim tíma óskrifað blað. Hér fyrir neðan er sandkorn af meistaraverkum Schuberts.

Ave Maria



Flökkumaðurinn - Der Wanderer



Standchen úr Svanasöng Schuberts



Álfakóngurinn (Erlkönig)Texti mikilvægur

Óperan


Í þetta sinn verður fjallað lítillega um óperur.
Vonandi tekst mér að sannfæra lesendur um að óperur er langt í frá að vera afþreyjing fyrir fólk á elliheimili eða börn á leikskóla. Góð ópera fjallar um ástina og til að skilja ástina þarf maður að skilja sálræna og kynferðislega þörf.

Óperan á rætur sínar að rekja til Ítalíu, á endurreisnartímanum hafði Ítalíuskagi verið að jafna sig eftir mörghundruð ára uppbyggingu eftir fall Rómar á 5 öldinni. Aðalmerki endurreisnarinnar voru madrígalarnir sem var veraldleg söngtónlist fyrir venjulegt fólk, eða messan sem var kirkjutónlist og þróaðist mjög hægt og treglega.
Madrígalarnir fjölluðu um ást, stríð og goðafræði sem er sama efni og óperur notuðust við í upphafi. Það var árið 1600 sem að fyrsta óperan var flutt eftir madrígalaskáldið Jacopo Peri. Þetta var mjög frumstætt og ófullkomið. Það var ekki fyrr en 1607 að Claudio Monterverdi samdi L'Orfeo(Orfeus) að fyrsta alvöru óperann var komin til sögunnar. Hans snilli var að tvinna saman sögu og tónlist í rétta tilfinningu sem hafði ekki þekkst á undan hans tíð.
Arían "þú ert látin mín kæra"



Óperan náði yfir til Frakklands árið 1673 með tónskáldinu Jean- Baptiste Lully. Franska óperan þróaðist sér á báti, forleikurinn hafði sinn sérstaka stíl og tónlistin var vanalega í hægara tempói.
Úr óperunni Isis arían "sá sem guð valdi".



Á Englandi voru enskar óperur aldrei mjög vinsælar, sem dæmi samdi Handel alltaf ítalskar óperur á meðann hann bjó í London. Leikhúsin voru það vinsæl að það sem við köllum enska óperu kölluðu þeir söngleikrit (að minnsta kosti á Barokktímanum). Það er aðeins eitt tónskáld sem ég veit um sem gat samið enska óperu og það var Henry Purcell.
Arían "Þegar ég verð lögð í jörðu" úr Dido og Aeneas e.Purcell


Jarðafaramars drottningarinnar eftir Purcell(sá einhver myndina a clockwork orange?)



Að undanskildu kantötum, óratoríum og singspiel(söngleikir) þá varð þýska óperan ekki almennilega vinsæl sem slík fyrr en árið 1821 með verkinu Der Freischütz eftir C.M von Weber. Mæli með "Wolf's Glen" senunni fyrir áhugasama. Þessi ópera hafði ólýsanleg áhrif á Richard Wagner og þá sérstaklega Wolf's Glen scene. Ástæðan fyrir því að þýska óperan var svo lengi að komast í gír var vegna þess hve óþjált málið er. Það er mjög erfitt að setja þýskann texta í tónlist og hljómurinn er mjög harður sem þótti ekki flott fyrir óperur. Mozart samdi samt tvær óperur á þýsku, Brottnámið úr kvennabúrinu og Töfraflautan sem bæði voru singspiel. Auk þess samdi Beethoven eina óperu Fidelio.
Það sem einkennir þýskar óperur eru notkun á ævintýrasögum og öðrum yfirnáttúrulegum sögum ólíkt flestum ítölskum óperum. Fidelio eftir Beethoven er reyndar undantekning þar sem hún er að mestu leyti ítölsk ópera á þýsku.
Lokasenan úr Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir Mozart, tekin úr myndinni Amadeus. Kallast Turkish finale.


Ástarsena úr "Tristrams saga ok Ísöndar" eða "Tristan und Isolde" eftir Wagner.



Úr Valkyrjunum eftir Wagner, þær syngja texta úr Darraðarljóði þýtt á þýsku. Á íslensku hljóðar þetta svona
Vindum, vindum
vef darraðar,
þars er vé vaða
vígra manna!
Látum eigi
líf hans farask;
eigu valkyrjur
vals of kosti.

 


Lokasenan úr Salóme eftir Richard Strauss. Þessi ópera er þekkt fyrir aðra senu þar sem Salóme dansar sig nakta og fyrir að vera almennt kynferðisleg.


Ítölsku óperurnar eru nær óteljandi. Sem dæmi árið 1700 voru frumfluttar 2 þúsund nýjar ítalskar óperur í Vínarborg. En eins og með alla tónlist sem er samin eingöngu til að moka pening að þá hafa mjög fáar óperur lifað af tímann.
Ég ætla aðeins að fara yfir risana í ítalskri óperugerð. Þeir eru Verdi, Puccini og Rossini. Auk þess frönsku risanna Bizet, Offenbach og Gonound.
Pavarotti syngur La Dona úr Rigoletto eftir Verdi


Arían Casta Diva úr Norma eftir Bellini. Sungin af Maria Callas (mestselda sópransöngkona allra tíma).


Arían Habanera úr frönsku óperunni Carmen eftir Bizet.



P.S Smá af óperum á öðrum tungumálum.
Kynlífssena úr óperunni Lady Macbeth eftir Shostakovich




Franz Liszt


Vitnun í grein Aulos:
Píanósnillingurinn Franz Liszt fæddist árið 1811 í smábænum Raiding í Ungverjalandi. Faðir hans var mikill áhugamaður um tónlist, enda sellóleikari í sinfóníuhljómsveit Ercházky hirðarinnar, en þar starfaði (þá) þekktasta tónskáld klassísku aldarinnar, Joseph Haydn, í heil fjörtíu ár. Franz ólst því upp í tónlistarumhverfi og sýndi snemma mikla hæfileika. Föður hans þóttu hæfileikar drengsins svo stórkostlegir að hann flutti með drenginn og alla fjölskylduna til Vínar til að Franz gæti fengið sem allra bestu tónlistarmenntun sem möguleg var. Það var árið 1822 og á þeim tíma þótti mjög undarlegt að gera hæfileikum barna svona hátt undir höfði. Í Vín nam Franz píanóleik hjá virtasta lærlingi Beethovens; Carl Czerny, og eftir að Antonio Salieri, helsti keppinautur Mozarts, hafði heyrt Franz spila í heimahúsi bauðst hann til að kenna Franz tónsmíðar. Þessi umfangsmikla skólaganga varð þó aðeins átján mánaða löng því þá ferðaðist Franz ásamt föður sínum til Parísar. Þar heillaði drengurinn alla upp úr skónum og náði strax gríðarlegum vinsældum sem píanóleikari. Þar lærði hannn meira um tónsmíðar og samdi óperu og nokkur ágætis píanóverk. Hann ferðaðist síðan um Frakkland og Sviss og hélt tónleika vítt og breitt um löndin. Í beinu framhaldi af Sviss- og Frakklandsferðinni ferðaðist hann til Englands. Þar hélt hann tónleika sem bretakonungur sjálfur var viðstaddur. Stuttu eftir þá tónleika lést faðir hans úr taugaveiki. Vegna dauða föður síns þurfti Franz að snúa aftur til Vín. Þegar hér er komið við sögu var Franz orðinn fjórtán ára og strax búinn að afla sér gríðarlegra vinsælda og almennrar hylli sem tónlistarmaður og leggja dálítið í grunn Paganinis að snillingadýrkun. En hún átti eftir að setja sterkan svip á tónlistarlíf rómtísku aldarinnar.

Fyrsta útgefna verk Liszt aðeins 14 ára gamall, tilbrigði við stef. Fyrst kemur stefið svo heyrist tilbrigðið, ath að Liszt gat auðveldlega spilað þetta.


Þekktasta verk Liszts - Ungversk rapsódía 2


Verk sem Liszt samdi til stuðnings Ungversku byltingarinnar, tónmál Liszt er hér orðið flóknara. Til upprifjunnar þá var þessi bylting bæld niður og tapaðist.


Þetta verk er ein mesta ögrun á tónmáli sem hugsanlega þekktist um miðja 19 öld. Löng og flókin sónata, mæli eindregið með að allir hlusti á hana í heild sinni í flutningi Richters.


Part 2


Part 3




Gluiseppe Verdi


Giuseppe Verdi var af fátæku foreldri og fæddist nærri Parma á ítalíu. Hann sýndi snemma fyrirheit um tónlistarhæfileika" og fórnaði faðir hans miklu til að kaupa handa honum notaða spínettu sem Verdi notaði til að læra undirstöðuatriði í tónlist. Tólf ára gamall varð Verdi organisti heimabæjar síns en þótt hann sýndi hæfileika í tónsmíðum var honum synjað um mngöngu í tónlistarskólann í Mílanó til að rýma fyrir betur menntuðum ungum tónlistarmönnum. Þrátt fyrir synjunina hélt Verdi ótrauður áfram og hlaut að launum einkakennslu í Mílanó sem velunnari greiddi fyrir hann. Tvítugur var Verdi illa klæddur, rýr vexti og andlitið eins og skorið í tré. Þó varð dóttir velunnara hans ástfangin af honum en hann kenndi henni söng og píanóleik. Þau gengu í hjónaband ánð 1836. Á þeim tíma hafði Verdi skrifað sína fyrstu óperu, Oberto, og fyrir stuðning vina var hún sviðsett í La Scala óperuhúsinu. Ágætar viðtökur hennar urðu til þess að hann var beðinn að semja þrjár óperur til viðbótar. Sú fyrsta, gamanópera, var misheppnuð. Nabucco fylgdi fljótlega á eftir og fékk frábærar viðtökur. Viðfangsefni hennar, átökin á milli Assyríumanna og Gyðinga, kveikti strax í ímyndunarafli ítalskra áhorfenda. Þeir höfðu samúð með Gyðingunum því þeir sáu samlíkinguna við þeirra eigin baráttu gegn austurrískri kúgun og Þrœlakórinn frægi, "Va pensiero", var klappaður upp á frumsýningunni þrátt fyrir þá venju að gera slíkt ekki. Nabucco var sviðsett á tímum mikilla tilfmningalegra umbrota hjá Verdi en hann hafði á skömmum tíma misst börnin sín tvö og síðan konuna. Það var aðeins fyrir stuðning vina sem hann komst í gegnum erfiðasta tímabil ævi sinnar. Vinsældir óperunnar hjálpuðu Verdi að endurheimta stundarskort á sjálfstrausti og hann sökkti sér í vinnu og stefndi á áður óþekkt hámark velgengni.
Rossini, Donizetti og Bellini höfðu til þessa tíma drottnað. yfir ítölsku óperunni en markmið þeirra var að leyfa söngvurunum að sýna hæfileika sína í sýningararíum. Verdi hafði meiri áhuga á dramatískum þáttum óperunnar. I reynd óskaði hann eftir ,,grófum, rámum og drungalegum röddum með einhverju djöfullegu í sér" fyrir hlutverk lafði Makbeð í Mahbeö (1874) í stað sópransins sem þegar hafði verið valinn og sem gat aðeins sungið „fullkomlega".
Á eftir Makbeð fylgdu þrjár af frægustu óperum Verdis, Rigoletto árið 1851, La traviata árið 1853 — báðar með óperutexta eftir Francesco Maria Piave sem Verdi vann með að níu óperum — og trovatore, einnig frá árinu 1853. La traviata fjallar um óeigingjarna ást en hinar tvær eru tilfmningaþrungnar óperur sem fjalla um dekkri hliðar mannlegs eðlis, eins og hatur, morð, misþyrmingar, smán og afvegaleiðslu. Fleiri óperur fylgdu í kjölfarið og sýndu frekari þróun stíls og aukna víðsýni. Lcs vépres siciliennes var samin fyrir París, Un ballo in maschera fyrir Róm, La forza del destino fyrir Pétursborg, Don Carlo fyrir París og Aida fyrir Cairo. Verdi varði æ nieiri tíma í ferðalög og hitti seinni konu sína, Giuseppa Strepponi, í London og kvæntist henni áriö 1859.
Verdi samdi ekki óperur í 15 ár eftir að Aida kom út árið 1871 en árið 1874 var frumflutt í Mílanó Sálumessa hans sem hann samdi í minningu vinar síns, skáldsins og rithöfundarins Manzoni. Blanda trúarlegrar vegsömunar og dramatískrar tónlistar var ögrandi hrcintrúarmönnum en þetta kórverk var enn einn sigurinn. Verdi var kominn á sjötugsaldur þegar hann samdi tvær síðustu óperur sínar, Óþelló og Falstaff, sem frumfluttar voru 1887 og 1893. Hvorug þeirra hlaut góðar viðtökur. Verdi hafði áhyggjur af viðtökunum sem Falstaff mundi fá, ef til vill minnugur þess hve fyrri gamanópera hans mistókst. Að þessu sinni hafði hann mjög snjallan óperutextahöfund, Arrigo Boito, með sér og nýtti Verdi sér ævilanga reynslu sína til að skapa óperu þar sem söguþráðurinn, hljómsveitin, tónlistin og söngvararnir eru í fullkomnu jafnvægi.
Verdi lést í Mílanó árið 1901 háaldraður, 87 ára. Talið er að 200.000 manns hafi fylgst með líkíylgd hans fara hjá og enda þótt hann hefði beðið þess að eiigin tónlist yrði leikin byrjaði einhver úr hópnum ad syngja „Va pensiero" og fjöldinn tók undir í viðlaeinu.
" (http://tonmennt.is/tonskald/tonskald.php?id=232)

Va pensiero:


Requiem (Sálumessa):

(Höfundur mælir með miklum hljóðstyrk eða sterk heyrnatól fyrir þetta stykki)

Atli Heimir Sveinsson


Tilvitnun"Atli Heimir Sveinsson fæddist árið 1938. Hann stundaði nám í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík. hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni. Síðan nam hann tónsmíðar, hljómsveitarstjórn og píanóleik við Ríkistónlistarháskólann í Köln. Þaðan lauk hann prófi í tónsmíðum og tónfræði árið 1963. Meðal kennara hans voru Gunter Raphael,Rudolf Petzold og Bernd Alois Zimmermann. Hann stundaði framhaldsnám hjá Karlheinz Stockhausen og nam raftónlist í Hollandi hjá Gottfried Michael Koenig." (http://www.tonlist.is/Music/Artist/6827/atli_heimir_sveinsson/)
Snert hörpu mína:
Kisa mín:

Magnús Blöndal Jóhannsson(1925-2005)
Magnús Blöndal þótti bráðefnilegur píanisti frá ungaaldri, á stríðsárum stundaði hann nám við Tónlistarskólann Í Reykjavík og eftir það fór hann í Juliard í New York og lærði píanó, tónsmíðar og hljómsveitastjórnum. Í veru sinni í New York kynnstist hann franska tónskáldinu Edgard Varesé og forféll fyrir honum. Hann kynntist þar líka 12 tóna aðferðinni og varð fyrsti Íslendingurinn til að semja í þeim stíl. Þegar hann kom til Íslands fékk hann vinnu hjá RÚV í tónlistardeildinni. Hann gat þar í gegnum RÚV fylgst með þróun tónlistar um heiminn, og raftónlistin var á þessum tíma að byrja að mótast.
Hann Magnús gat notað tækin hjá RÚV til að til að búa til raftónlistarverk. Hann samdi fyrsta raftónlistarverk á Íslandi sem heitir elektrónísk stúdía og var það samið fyrir segulband og blásarakvintett.
Hans tónsmíðar voru annaðhvort gangandi nútímatónlist eða einföld sönglög. Hann samdi eitt mest dáða sönglag Íslendinga sem heitir Sveitin milli sandanna og var samið fyrir heimildarmynd sem fjallar um fólkið sem bjó einangrað á milli öræfasanda og skeiðarársandanna. Hans ferill var á hápunkti og bestu verkin hans urði til á mjög svipuðum tíma þegar hann missti konuna sína um miðjann 7. áratuginn. Það leiddi í þunglyndi sem leiddi í drykkju, hann fór í meðferð til Bandaríkjanna og kom mjög seint heim af því hann fékk svo vinnu eftirá á meðferðaheimilinnu sem rútubílstjóri og líkaði sem vel þar.
Eftir þennan tímapunkt koma hann heim og samdi ponsulítið og missti allann kraft snemma og var augljóst að hann var ekki mikið hæfur til tónsmíða. Honum tókst að vinna sem píanisti á Hótel Örk á tímabili en vann ekkert undir lok ævinnar.

Tóndæmi:


Aría eftir Magnús Blöndal Jóhannsson


Pistill eftir notandann Atlis
Johannes Brahms fæddist í Hamborg þann 7. maí árið 1833. Hann lést í Vínarborg þann 3. apríl árið 1897. Brahms byrjaði að leggja tónlistina fyrir sig á 7. aldursári. Hann byrjaði þá að læra á píanó. 13 ára gamall lærði hann tónsmíðar og theoríu hjá Eduard Marxsen.
Brahms var mjög hjálpsamur og útsetti fyrir kammersveit föður síns ásamt því að verða fyrir áhrifum frá sígaunskum stíl kenndan við ungverska þjóðlagatónlist.
Á tónleikaferðalagi nokkru árið 1853 kynntist Brahms Joseph Joachim og engum öðrum en Liszt. Með Brahms og Joachim bundust vinabönd til lífstíðar sem varð til þess að Joachim kynnti Brahms fyrir Robert Schumann. Brahms átti gott samband við Schumann og Klöru Schumann en enn meir við Klöru Schumann (ástarsamband).
Tónskáldið og vinur okkar Brahms átti í stökustu vandræðum að verða viðurkenndur sem tónskáld vegna þeirra sem á undan honum höfðu verið. Serenöðurnar 2 f. Hljómsveit, Handel varíasjónirnar f. píanó og hans fyrstu píanó kvintettar áttu þátt í því að orðspor Brahms óx, þó svo að hans draumur hefði verið að hreppa
tónlistarstjórastöðu í Hamburg (Feit staða á þeim tíma). Að lokum fékk vinur okkar Brahms stöðu sem gaf honum mun meiri áhrif, en sú staða var sem skólastjóri Vínarsöngakademíunnar. Hann gegndi stöðunni á árunum 1863-1864. Um þetta leyti kynntist hann Wagner en þeir voru langt í frá því að vilja vera vinir.
Brahms hélt tónleika með sinni eigin tónlist ásamt því að fara í tónleikaferðir um N- og Mið- Evrópu auk þess að sinna píanókennslu. Í Vín settist Brahms að árið 1868. Brahms sóttist eftir feitari stöðu ( feitari opinberri stöðu) en féll frá því vegna þess að hann fékk ekki nægan tíma til að sinna tónsmíðum sínum. 2 verk eða German Requiem (1869 frumfl.) og varíasjónir við St. Antony Chorale (1873 frumfl.) fengu góðar viðtökur sem gáfu honum alþjóðlega “hylli” og fjárhagslegt velstæði. Stuðningur úr heimalandinu og frá útlöndum gáfu Brahms byr undir báða vængi að semja Sinfóníu nr. 1 í c-moll (1876), Sinfóníu nr. 2 í D-dúr (1877) og Fiðlukonsertinn (1878). Stíll og einkenni
Tónskáldið eða Brahms sver sig innilega við hina klassísku hefð og eflir sónötuformið talsvert. Sem dæmi má nefna eru Sinfóníurnar 4 eftir Brahms; allar í skýru klassísku sónötuformi. Áferðin á symfóníunum er rómantísk hljómræn áferð. Félagi okkar Brahms notar þykka hljómsetningu sem heyrist strax þegar er hlustað á t.d. 2. sinfóníu tónskáldssins.
(Ritgerðarhöfundur hefur spilað 1. horn í henni og þekkir þar að leiðandi sinfóníuna betur en hinar 3). Músíkin eftir Brahms hefur almennt séð mikla dýpt og hugsun sbr. ef túlkandinn hefur ekkert ímyndunarafl eða notast ekki við neitt ímyndunarafl þegar Brahms er spilaður þá er lítið varið í flutninginn (músíklega séð). Í sinfóníunum notar Brahms gömul Barrokkform á persónulegan hátt. Hann hefur yfir mikilli næmni að búa og kontrapúntískri hugsun. Hann fer nýjar leiðir í stefjagerð og úrvinnslu.
2. sinfónía í D-dúr e. Johannes Brahms
Áfram í þessu sambandi ætla ég aðeins að fara í hvernig Brahms notar hornið/hornin í 2. sinfóníunni sinni sbr. að ég spilaði 1. horn í henni í sumar á hljómsveitarnámskeiði í Lundi (Nordiska Ungdomsorkestern). En áður en ég vík mér að því þá kemur Orkestrasjónin hér:
Orch: 2 Fl., 2 Ob., 2 Cl., 2 Bsn. / 4 Hrn., 2 Tpt., 3 Tbn., 1 Tuba / Timp. / Str.
Aftur að efninu en þá byrjar sinfónían á hornsólói hjá 1. horni (stutt af 2. horni) sem er svo svarað af 3. horni (stutt af 4. horni). Seinna í 1. kafla eftir pákuslátt og básúnuhljóma kemur 3. horn með afar fallegt stef sem gefur ímyndunaraflinu lausan tauminn verð ég að segja. En það sem mér þykir athyglisvert er að á eftir hornsólói sem hljómar eins og byrjunarhornsólóið nema bara í annari tóntegund kemur flautusóló og svo klarinettusóló. Seinna kemur smá klarinettu sóló á undan aðeins lengra hornsólói. (Það á við um 1sta kafla).
Brahms notar 1.-4. horn og klarinettur sem vinnuhesta í 1sta kaflanum þegar hornin og klarinett eru með sama rytmann í all langan tíma og fiðlur (strengir) fá laglínuna. Þetta er eitt dæmi um það hvað atvinnuhornleikarar geta verið miklir vinnuhestar.
Í Stóra hornsólóinu við lok kaflans leikur hornið afar lýrískt stef með strengjaundirleik. Flott er hvernig Brahms nær að byggja upp sinn eigin stíl fyrir horn með þessu sólói vegna hve flottur hápunktur er í lok sólósins líkt og nokkurskonar endurholgun mannsskepnunnar. Í 2. kafla þarf hornið, 1sta horn, stutt af 2. horni (ekkert 3. né 4. horn) að spila svokallað tungulegato sem þýðir að hann þarf að spila enn breiðar en í 1. kafla.
En hornleikarinn þarf að nota meira loft og frasera breitt og með feitari tón sbr. tilvitnun í fyrrverandi sóló hornleikara í San Fransisco Dave Krehbiel “Big, broad and bold” um Brahms sinfóníu nr. 2 (2. kafli). Hornleikarinn á erfiðara með að rífa tóninn yfir í “brassy” sound í hápunkti sólósins (stóra sólósins í 2. kafla) því hann er nánast búinn með allt loft við lok sólósins. Tungulegatoið hefur ákveðnar hömlur (nema hornleikarinn sé að spila á vínarhorn) sem hann í flestum tilfellum gerir ekki (undantekningin er Vínar Fílharmónían) . Á Vínarhorn er auðveldara að rífa tóninn eða spila brassy og loftið nýtist betur vegna þess að pípurnar eru lengri en á B-hornið á tvöfalda horninu sem hornleikari í hinni dæmigerðu hljómsveit notar gjarnan. Það sem er merkilegt við 2. kafla er að í sumum sólóunum eftir stóra sólóið spila 1. horn og 1. flauta saman. Maður veltir fyrir sér afhverju Brahms skildi hafa valið að para saman flautu og horn í sólóunum. En mér finnst persónulega að hann nái fram meiri dramatík í 2. kafla með horni og flautu fremur en hann hefði náð með horn og klarinett í þeim kafla.
Í 3. kafla eru einungis 1., 2., og 3. horn. Eins og flestir vita byrjar kaflinn á stefi í óbói og eftir það sóló kemur 1. horn inn með alllangt sóló óstutt af hinum hornunum sem er óvenjulegt. Hornleikarinn þarf að frasera töluvert meira áfram en í 1. og 2. kafla í þessu sólói en jafnfram einkennist það af meiri léttleika en sólóin í 1. og 2. kafla.
Þetta minnir mig óneitanlega á stemmningu úr blásarakvinett- blásaraoktett eftir Richard Strauss. Næst kemur ansi flippaður millikafli þar sem Brahms notar 3. og 4. horn, tréblásara og strengi og við lok þess millikafla hægist á og sólóhornið kemur inn með stutt sóló.
Því næst kemur annar flippaður millikafli nærri því eins og sá fyrri en eilítið frábrugðin þeim fyrri og sólóið sem kom í byrjun í óbó kemur í fiðlum og hornið kemur inn með sama sóló og í byrjun. Fantasían í 3. kafla finnst mér vera minni en í 1. og 2. kafla. Í 4. kaflanum notar tónskáldið öll hornin og leika þau svipað stórt hlutverk saman eins og í 1. kafla ef ekki stærra hlutverk. Brassið kemur snögglega inn eftir rólegt strengjastef að frátaldri veikri innkomu í byrjun kaflans á undan strengjastefinu. Hornin eru í því að svara hvort öðru sbr. 1. og 2. horn spila saman og 3. og 4. horn saman í pörum sem gerir þetta nánast að 1. og 2. horni og 1. og 2. horni sem gerir 4. kaflann alls ekkert auðveldan viðureignar. Atvinnuhljómsveitir eiga það til gefa ansi mikið í í þessum kafla sbr. orð Mika Eichenholz sem stjórnaði Nordic Youth Orchestra þetta sumar. 1. hornið er aftur saman með þverflautu eins og í 2. kafla og einnig saman með þverflautum í draumkenndu fallegu sólói sem er á milli upphafsstefsins og “lokastefsins”sem gefur til kynna að sinfónían (kaflinn sé að enda). Hans helstu verk: 2 Serenöður f. Hljómsveit, Handel varíasjónirnar f. píanó og ýmsir píanó kvintettar. German Requiem (1869 frumfl.) og varíasjónir við St. Antony Chorale (1873 frumfl.). Sinfónía nr. 1 í c-moll (1876), Sinfónía nr. 2 í D-dúr (1877), Fiðlukonsert (1878), Sinfónía nr. 3 í F-dúr (1883), Sinfónía nr. 4 í e-moll (1885). Brahms horn trio (1865). Piano kvintett í f-moll, op. 34 (1864) Einnig liggur talsvert af mótettum eftir Brahms.

Tóndæmi:
Partur úr Ungverskum dansi, nett stuðlag
Magnaður Píanókonsert
Brot úr sinfoníu nr.2




György Ligeti var fæddur í bæ sem kallast Dicszentmárton sem staðsettur er í Transaníjú í Rúmeníu þann 28 maí 1923 og foreldrarnir hans voru af gyðingaættum og komu frá Ungverjalandi. Hann yfirgaf borgina til að hefja tónlistarnámið sitt í Listaskólanum við Kolozsvár sem er stór borg við miðju Transilvaníju. Námið gett ágætlega fyrir sér undir handleiðslu frá Ferenc Farkas á árunum 1941-1943, árið 1943 gerðist það að nasistarnir réðust inní bæinn og neyddist til að flýja. Og á sama tíma voru foreldar hans og bróðirinn tekin til Auschwitz og móðir hans var sú eina sem lifði fanga/slátrunnar vistinna af.

Eftir lok Stríðsins(1945) hélt hann áfram með námið sitt í Búdapest í Franz Liszt akademíunni og fékk kennslu undir handleiðslu Ferenc Farkas, Sándor Veress, Pál Járdányi og Lajos Bárdos. Og fljótlega fór sérstaki stíl listamannsins að þróast sem mætti kallast á íslensku örfjölspilun(e.micropolyphony). Hann útskrifaðist þaðan 1949.
Ári eftir að hann útskrifaðist fóru kommúnistarnir að loka á Ungverjaland(byltingin) og lítið mátti gera á þessu árum og því þurfti Ligeti að hlusta á útvarpið í laumi til að vita hvað var að gerast í heimi tónlistarinnar. En eftir Ungversku byltinguna flýði hann til Vínaborgar af músíklegum og pólitískum ástæðum og fékk sér ríkisborgararétt. Og þar lærði hann inná nútíma tónlistarstefnur 20 aldar sem var ekki að finna í Búdapest. Þar varð hann fyrir áhrfum Karlheinz Stockhausen og Gottfried Michael Koenig sem voru að þróa elektró tónlistinna og hann vann á sömu tónlistarstofnum og þeir.
Hann varð hrifinn af þeim hljóðum sem hægt var að gera úr þessari elektrónískri aðferð sem hann notaðist við í sinfoníu en aðrir rafmangsgítaratækni sem enn var ekki fullþróuð. Frá þessum tímapunkti fór hann að semja af fullum krafti og verkið hans Atomsphéres(1961) sem vakti mestu athyglina að honum og augun beindust að honum vestan hafs. Og ásamt öðrum vel þekktum verkum hans Lontano(1967), Apparitions (1958-9)og Le Grand Macabre (1978) sem er eina óperan sem Ligeti hefur samið. Það var árið 1968 þegar Stanley Kubrick leikstýrir myndinni Space Odyssey og 3 verk eftir Ligeti koma þar sem sem er Requiem for Soprano, Mezzo-Soprano, Mixed Choir, and Orchestra ásamt snilldarlegasta verkinu hans Atomsphéres og Lux Aeterna. Seinna leikstýrði Stanley Kubrick The Shining og notar verkið Lontano, og í myndinni Eyes wide shut er Ricarcata fyrir piano ráðandi í myndinni. Hann Stanley Kubrick sem er mesti snillingur leikstjórnar notaðist mikil af tónhugmyndum Ligeti sínar bíómyndir sem var mikil auglýsing fyrir Ligeti enda er tókst honum að gera 5 stjörnu myndir með vönduðum bakgrunnslögum.

Tóndæmi:
Partur úr kammerkonsert fyrir 13 hljóðfæri
Brot úr Atmospheres
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok