Halló

Ég á tvo ketti sem finnst voðalega gott að fara innum svefnherbergisgluggann og hoppa beint upp í rúm til eigenda sinna. Því miður eru þeir svo oft skítugir og skíta út allt rúmið.

Ég er búinn að reyna að venja þá á að nota einn tiltekinn glugga en það bara gengur ekki.

Nú hugsa sumir kannski “afhverju ekki bara loka glugganum” en ég kýs helst að hafa ferskt loft inní herberginu og svona.

Ég keypti mér að vísu flugnanet í Húsasmiðjunni og festi það fyrir en þeir eru bara alltof snjallir og þrjóskir því þeir bíta bara í endann og rífa upp netið og smeygja sér út og loka svo netinu á eftir sér. Þetta er greinilega ekki nógu sterkt net.

Veit einhver um kannski betri net eða aðra lausn á þessum vanda?