Er hún til? :)
Læðan mín er kettlingafull, gengin sirka 3 vikur og þegar hún fær sér að borða ælir hún oft. Hún er alveg hress annars og hleypur um allt að leika sér við hina kisuna okkar. Hún fær alltaf sama matinn, Iams, og hefur étið hann án vandræða síðan hún fæddist. Geta þetta verið hormónabreytingar hjá greyið kisu litlu eða kannski bara græðgi?