Ég uppgötvaði það í dag að einn af köttunum mínum, Bangsi, er ekki karl eins og ég hafði alltaf haldið. Mig var nú eitthvað farið að gruna því hann er 9 mánaða og ekki kominn með kúlur en fékk það staðfest í dag þegar ég sá einhvern hverfisfressinn vera að hamra hann/hana á miðju stofugólfinu í dag. Ég dó auðvitað úr hlátri. Þarna kom líka útskýringin á því afhverju þessi umræddi fress var alltaf að koma inn og merkja sér allt (viðbjóður .. þurfti að kaupa fullt af svona airwick ilm-dæmi til losna við lyktina), en ég hélt hann væri að eltast við hina unglinga-læðuna mína sem ætti að byrja að breima bráðum. Ég held hann .. hún verði samt alltaf kölluð Bangsi. Ég get ekki vanist því að kalla hann eitthvað annað .. og svo segi ég líka alltaf “hann” arg .. hafið þið lent í þessu? Skírðuð þið köttinn aftur eða hvað?