Týndur í 3 daga... Hæ hæ!

Hann Míó minn er 1 og hálfs árs úti kisi.
Hann fór vanalega út svona einu sinni á dag og kom svo heim eftir 3-4 klst. En svo var það mánudaginn 21 okt. sem hann kom bara ekkert heim! Hann hafði sloppið út um miðjan dag og hafði ekkert sést síðan þá. Við skelltum okkur auðvitað út í garð (hann heldur sig venjulega í okkar garði og nágrannagörðum) og kölluðum á hann og litumst eftir honum. En það bar engan árangur :-(

Ég hafði opið út í von um að hann kæmi heim um nóttina.
Daginn eftir (þriðjudaginn 22. okt.) leitaði ég um allt húsið en fann hann ekki. Ég leitaði betur um alla garða, þar sem nú var dagur og ég sá betur. Ég hringdi í kattholt og spurði hvort einhver hefði hringt í sambandi við kisa en hún neitaði því svo gaf henni upp númerið á honum ef hann skildi finnast.
Önnur nótt leið án þess að hann kom heim.
Miðvikudagsmorguninn fór ég ásamt 2 vinkonum mínum og leitaði ýtarlega um allt hverfið, kíkti í öll horn og garða (eða svona næstum) en allt kom fyrir ekki. Míó var bara týndur!
Við bjuggum til miða sem við dreifðum í hverfið sem hljómuðu nokkurn veginn bara um að ef einhver sæi hann, hringja í þetta eða þetta númer, kíkja niður í kjallara ef hann hefði lokast inni o.sv.fr…
Svo á fimmtudagsmorguninn vorum ég og 2 vinkonur mínar sem höfðu gist hjá mér í tölvunni (í sims unleashed að búa til kisu :-) )og heyrðum við ekki bara í bjöllu! Ég sagði þeim að hreyfa sig ekki og steingróthalda kjafti ;-) svo kíkti ég fram, stóð hann ekki bara þarna, mjálmandi rétt eins og hann kemur alltaf inn!
Auðvitað voru það fagnaðar fundir og ég knúsaði hann mikið en fann þá svona innilykt af honum, eins og hann hefði verið einhversstaðar annars staðar. Svo um kvöldið hringdi vinkona mín (bandarísk, talar svolítið vitlausa íslensku :-) ) í mig, sem býr rétt hjá mér og spurði mig hvort kisi hefði komið heim. Ég játaði því. Þá sagði hún að hann hefði verið í kjallaranum þeirra ( sem er leigður út) sama morgun! Þaðan kom lyktin þá…
Ég spurði hvort hann hefði verið þar eitthvað lengi, þá sagði hún, allaveganna í morgun!
Ef hann hefur verið þar allan tímann hlýtur hann að hafa fengið eitthvað að borða því hann virtist ekkert máttvana.
En þar sem ég var búnað dreifa miðunum taldi ég ekki gáfulegt að hleypa honum út næstu daga. Reyndar slapp hann út í gær, kom ekkert aftur, við héldum að hann hefði bara fundið sér annað heimili! Eða hann væri hræddur við að koma aftur, það var sko veila og hann er mannfælinn greyið. En svo lá hann bara allt í einu inni í svefnherbergi!
Hann slapp svo aftur út áðan :-(

En ég segi ekki meir, endilega segið frá ykkar kattabrottsögum :-)
<br><br><br><FONT color=#6600cc face=“Courier New”><STRONG>Kv.Hegga <IMG height=12 src="http://graphics.hotmail.com/emsmilep.gif“ width=12><IMG height=12 src=”http://graphics.hotmail.com/emsmile.gif“ width=12><IMG height=12 src=”http://graphics.hotmail.com/emwink.gif" width=12></STRONG></FONT