Ég er með 6 mánaða kött.

Hún virðist greiið ekki stíga í vitið.

Hún lærir til dæmis ekki að vera ekki að þvælast stöðugt í löppunum á mér, þrátt fyrir það að ég er marg oft búin að stíga á hana af slysni og að hún hafi þeyst eitthvert þegar hún stígur á milli lappana á mér í miðju skrefi.

Hún hefur ekki ennþá lært að hún má ekki vera uppi á borðum eða í rúminu mínu, fyrst reyndi ég bara að setja hana niður, svo prófaði ég skammir osfv, meira að segja að skamma hana og loka inni á klósetti.

Og svo er þesi köttur einn stór magi, sælkeri skal ég segja ykkur.
Það er kattamatur í disknum hennar, en nei það sem að við erum með er alltaf betra.
Hún “betlar” nema hvað ég held að betlarar séu ekki svona agresífir, dóttir mín á stundum í vök að verjast að fá að halda matnum sínum.
Einhvernvegin komst hún inn í ískáp og viti menn réðst á allt sem fyrir var.

Og hún étur ALLT, kornflex, poppkorn, brauð.

Hún er búin að fatta að þegar ég flauta á hún að koma, en það er líka það eina sem hún er að ná.
Ef mér tekst ekki að ala hana eitthvað upp er ég hrædd um að verði að finna henni annað heimili.
Meika ekki til frambúðar að koma heim og hún er búin að rústa öllu af borðum og tæta í sig brauðið.

Eruð þið með einhverja góða leið til að koma vitinu fyrir littla heimska ketti.