Hæ Hugarar.

Ég á 4 yndislega ketti sem heita Kjúlli, Brandur, Bangsi og Snælda. Því miður er búið að vera að þróast vandamál á heimilinu síðustu mánuði. Málið er, að Brandi og Kjúlla hefur aldrei samið mjög vel. Þetta byrjaði nú sakleysislega með smá svona urri hér og klóri þar, en er núna orðið að meiriháttar vandamáli því þeir verða alveg óðir þegar þeir sjá hvorn annan og slást þannig að hárflyksur fjúka og það blæður úr nebbum. Við mannfólkið á heimilinu höfum tekið þá ákvörðun að láta Brand fara. Eina ástæðan fyrir því að hann fer en ekki Kjúlli er sú að Kjúlli kom á undan og okkur finnst hann eiga “réttinn” á heimilinu.

Núna er spurningin sú hvort að einhver geti hugsað sér að fóstra elsku Brand litla. Hann er 1.5 árs, eyrnamerktur, geldur, búinn að fá allar sprautur og ormahreinsaður fyrir árið. Hann er barngóður, kelinn og mjög vel innrættur. Honum fylgir sandkassi, matardallur og ól. Hann er gulbröndóttur og hvítur, með brúna töffarabletti á nefinu og hökunni.

Ef við náum ekki að útvega honum annað heimili, neyðumst við til að láta lóga honum :'( Endilega ef ykkur vantar 1. flokks heimiliskött, hafiði samband við mig í síma 860-5989 eða sendiði mér skilaboð hér á Huga.

Takk kærlega - aphexgirl