Hvað er Sphynx?

Sphynx eru mjög gáfaðir kettir, þeir eru mjög ástúðlegir og sækja í fólk til að fá koss og knús, Þeir eru sérstaklega góðir innan um hunda og ketti af annarri tegund. Sumir Sphynx kettir sækja dót eins og hundar eða gera kúnstir fyrir eiganda sinn. Margir Sphynx kettir elska að fara í bíltúra og heimsækja vini, þeir elska athygli og eru alveg svakalega athygli sjúkir!

Þarf að passa að þeim sé ekki kalt?

Þeir finna fyrir kulda jafnt og menn, ef þér líður vel inn á heimili þínu þá líður þeim vel. Aftur á mót leita þeir á heita staði eins og ofan á tölvu eða sjónvarpi eða jafnvel undir sæng.

Þarf að snyrta þá eitthvað?

Jú það þarf að baða Sphynx kettina jafnvel vikulega til einu sinni í mánuði. Þeir framleiða olíu sem sest á húð þeirra og þarf að skola hana af með sjampó undir fótum, á kvið og einnig á skrokkinn.

Getur Sphynx verið ofnæmisvaldur eins og aðrir kettir?

Margir sem eru með ofnæmi fyrir kisum en geta átt eða búið í sama húsi og Sphynx kötturinn. En einnig finna margir fyrir ofnæmi frá þeim, það fer allt eftir því hvernig og fyrir hverju fólk hefur ofnæmi. Ef þú ert með ofnæmi fyrir kisum en langar í kött…og villt komast að því hvort það sé möguleiki fyrir þig að eiga Sphynx er eina leiðin að heimsækja ræktanda og knúsa og vera innan um kettina hans.

Sphynx eru frábærir félagar sem elska að vera innan um fólk og alltaf hjá manni hvert sem maður fer og hvað sem maður gerir.

þessar upplýsingar voru teknar

<a HREF="http://www.dalsmynni.is/pageGsphynx.htm">hérna< a/