Kettir eru skaðræðisskepnur þegar kemur að fuglalífi í þéttbýli eins og hér í Reykjavík og ætti ekki að leifa þeim að fjölga sér óendanlega. Það er talað um að minkurinn sé réttdræpur af því að hann drepur stundum fugla, sem eru þó ekki númer eitt á matseðli hans, en kettir sækja í fugla sér til skemmtunar. Ég er að heyra fólk kvarta yfir hvað kettirnir þeirra séu duglegir að koma með fugla inn á stofugólf og sérlega eru víst Norsku skógarkettirnir slæmir enda meira villieðli væntanleg í þeim. Það á bara að taka hart á þessu og aðeins leyfa örfáum köttum að vera úti þá með bjöllur og hinir eiga bara að vera inni ellegar vera réttdræpir.

Kettir eru kannski voða kelnir og mala við okkur mannfólkið en gagnvart öðrum dýrum og köttum eru þeir grimmir og sérlega eru mökunaraðfarir þeirra ógeðslegar svo ég tali nú ekki um hljóðin.