Það var bankað upp á hjá mér seint í gærkvöldi og úti stóð maður sem var mjög undarlegur á svipinn. Hann spurði um heimilisfangið og þegar ég sagði honum það varð hann enn undarlegri á svipinn. Við höfum bara búið þarna síðan síðasta sumar og ég hélt að hann væri kannski að leita að þeim sem bjuggu þarna áður.

En þá spurði hann: “Hmm… áttu kött?” “Já, ég held hún sé hérna einhversstaðar” sagði ég, en um leið og ég sleppti orðunum áttaði ég mig á því að það var bara kettlingurinn hennar sem ég hafði verið að leika við. Mér leið eins og hjartað mitt dytti í gólfið og þegar ég ætlaði að taka það upp sá ég að hann hélt á plastpoka með einhverju í.

“Ég hef mjög slæmar fréttir… ég keyrði yfir köttinn þinn og hún er dáin.” “Er hún alveg einlit, grá?” spurði ég og fékk það svar sem ég vildi ekki heyra. Maðurinn vottaði mér samúð og ég fullvissaði hann um að þetta hefði bara verið slys og engum væri hægt að kenna um og með það fór hann. Maðurinn minn fór svo og jarðaði hana.

Við fengum Macy í Kattholti í september. Við ákváðum þegar við komum heim úr brúðkaupsferðinni okkar að fá okkur kött. Við fórum í Kattholt að leita að kettlingi, en þær voru bara með eina litla hvíta læðu og maðurinn minn vildi ekki hvítan kött svo ég fékk hann til að skoða hina kettina. Við fórum inn í eitt herbergið og þar var hún. Alveg steingrá síamsblönduð læða. Þetta var fallegasti köttur sem ég hafði augum litið. Við féllum strax fyrir henni og sóttum hana þremur dögum seinna.

Strax og hún kom heim var eins og hún hefði alltaf búið þarna. Engin vandamál nema kannski það að hún malaði svo hátt að stundum þurfti maður að hækka vel í sjónvarpinu til að heyra eitthvað. Svo var það í febrúar að hún eignaðist þrjá litla kettlinga. Einn hvítan fress með gráan hanakamb og tvær gráar læður sem urðu svo bröndóttar. Eftir páska gáfum við tvö þeirra en héldum eftir annari læðunni sem systir mín ætlaði að fá síðar.

En núna erum við sem sagt ennþá með einn kettlinginn og ætlum að halda henni sjálf, enda er hún sætast kettlingur í heimi. Eins og lítið tígrisdýri í svart-hvítu sjónvarpi, með stórt M á enninu.

Hún vældi í alla nótt og leitaði að mömmu sinni svo við leifðum henni bara að kúra hjá okkur. En við eigum öll eftir að sakna Macyar mikið en vonum að henni líði vel þar sem hún er núna. Ég er mjög þakklát manninum sem kom með hana, því ég veit að margir hefðu bara keyrt burtu og skilið hana eftir.

kv. forynja

p.s. okkur vantar nafn á litlu dúlluna ef einhver er með góðar hugmyndir þá þyggjum við þær.
“let's build more cars so we can drive away before we choke…”