Mig langar að spyrja ykkur kattavini, hvort ykkur finnist allt í lagi að kettirnir ykkar séu að fara inn á heimili annars fólks? Mér finnst mjög pirrandi að geta ekki haft opna glugga út af helv. köttum Ég er að spá í hvernig kattareigandanum findist ef ég kæmi með hestinn minn í heimsókn og ´leyfði honum að spóka sig um í húsinu. Allavega þá kæmi betri lykt heldur en kattahlandslyktin. Mér finnst kattaeigendur ekki vera látnir taka nógu mikla ábyrð á köttunum sínum. þeir eru látnir út á morgnana og teknir inn á kvöldin, ef þeir finnast! gott væri að fá góð ráð til að fæla þá frá.