Skortur á kettlingum? Ég veit þetta er undarlegt, en getur verið að það vanti beinlínis ketlinga gefins hér í Reykjavík?

Á einu ári er ég búin að fá 3 kettlinga gefins og í öll skiptin var fólkið sem ég fékk þá hjá að tala um að það væri mikið hringt og næstum því slegist um þá.

Núna er ég orðin kisuamma og er með 5 þriggja vikna orma hérna heima, yndislegar dúllur. Fólk er alltaf að segja hér (og bara almennt) að það sé svo erfitt að losna við grey litlu dýrin og það þurfi stundum að drekkja þeim, lóga og ég veit ekki hvað og hvað.

Af mínum kettlingum eru amk. 2 strax pantaðir og ótrúlegasta fólk er að hringja í mig og spurja um þá og segir þá einmitt að það eigi í stökustu vandræðum með að finna kettlinga gefins.

Mér finnst þetta auðvitað svolítið sniðugt því nú get ég stungið þessu upp í fólkið sem er alltaf að dissa mig fyrir að leyfa læðunni að eignast kettlinga (endalaust skemmtileg lífsreynsla) og ekki er verra að vita til þess að litlu bollurnar eru flestir nú þegar komnir með örugg heimili.

Kannist þið við þetta? Getur þetta verið rétt? Ég ætlaði bara að skutla þessu máli til ykkar til umhugsunar og gamans, en ef einhver vill panta kisu þá er bara að senda mér skilaboð ;) Þeir verða tilbúnir til afhendingar í byrjun maí :)

AphExGirL … & Leynigau