Úlfhildur aka KisKisinn minn fæddist á einhverjum sveitabæ í Eyjafirði þann 15. September árið 2000. Hún átti einn bróðir sem ég veit svo ekkert hvað varð um en vonandi lifir hann ennþá góðu lífi, þarsem hann er/var? nú bróðir mest awesome kattar sem hefur verið til. Leyfi ég mér að fullyrða. Úlfhildur var sérstök að því leyti að hún virtist hata mannverur, þrátt fyrir að vera svokallaður “Housecat” eða húsaköttur fyrir ykkur sem að fallið í ensku.

Ég átti Úlfhildi í 9 ár og eitthverja 3 mánuði(give or take) og ég fékk að halda á henni þrisvar sinnum án þess að hún barðist um og reyndi að sleppa. Í einu þessara þriggja skipta var hún uppdópuð af róandi lyfjum áður henni varð lógað.

Seint árið 2000 eða snemma árið 2001 var hún tekin úr sambandi og það gæti spilað inní varðandi það hvað hún var oft pirruð og ill í skapinu en hún var samt innst inni blíður köttur. Þegar hún var tveggja ára samt örugglega ekki einu sinni orðin það gömul, þá lenti hún í því óhappi að klemmast ílla á skottinu sínu og það þurfti að fjarlæga einhverja 3 sentímetra af skottinu hennar sem gerði það stutt á vægast sagt töff hátt.

Úlfhildur bjó á Akureyri mestallan partinn af lífi sínu en þó rétt einsog ég eyddi hún ári í Hafnarfirði frá árunum 2002-3. Hafnarfjörður er btw ömurlegur staður fyrir ykkur sem vitið það ekki. Haldið ykkur frá Hafnarfirði.

Í hvert skipti sem það komu gestir heim til mín var hún bara inní herbergi og reynda að forðast “samskipti” við þá og sérstaklega börn. Það má segja að Úlfhildur hafi hatað gesti.

Úlfhildi var lógað 13. Janúar 2010 vegna þess að hún var með “Lungnabjúg” og Nýrun hennar voru smám saman að feila. Hún hefði ekki lifað mjög lengi ef henni hefði ekki verið lógað og henni hefði heldur ekki liðið mjög vel.

Úlfhildur var eins sweet og hægt er að vera… Hvíldu í friði MússíMúss.

—>Mynd sem var of stór fyrir greinina.<—
AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA