Góður kattasandur ! Sæl verið þið, ég get bara ekki orða bundist yfir kattasandi sem ég er nýbúin að uppgvöta og verð að deila með ykkkur ánægju minni yfir honum.
Undrið heitir EverClean og fæst t.d. í Trítlu, Dýralandi og eflaust fleiri dýraverzlunum. Hægt er að fá hann í 4 tegundum og höfum við keypt bláu tegundina sem er mælt með fyrir fleiri en einn kött í heimili.
Þetta byrjaði þannig að eitt sinn vantaði okkur hérna kattasand og maðurinn minn fór út í búð að kaupa, hann kom heim með þessa tegund og varð ég alveg brjáluð þar sem kassinn kostaði nærri 2000 kr. Eeeeen hann dugði í heilan mánuð og er ég með tvær kisur sem fara lítið út vegna kuldans og hafa því gert allar sínar þarfir í sandinn. Það er mjög þægilegt að hreinsa hann og bæta svo bara aðeins útí.
Við höfum keypt tegundina TidyCat sem mér fannst bezt af þessum ódýrari söndum en þar var að fara einn poki á viku svo að peningalega séð skiptir þetta engu. Það má kannski bæta við að kassinn af EverClean er 11,5kg.
Ég hef ekki fundið lykt síðan að við byrjuðum að nota þennan sand og þegar fer að hlýna þá fara kisurnar mínar að fara meira út og þá mun kassinn endast ennþá lengur þ.e.a.s. ef ég legg ekki alveg kattasandskassanum.
Með kveðju,
IceCat

PS. ég vill minna þær konur hér sem eiga kisur og eru ófrískar að alls ekki hreinsa kattasandinn þar sem lítil veira er í kattasaur sem veldur Toxoplasmosis og getur valdið vansköpun fósturs. Mér er sagt af fróðum mönnum að ca. 2/3 fólks er með þessa veiru og gerir hún engan óskunda nema að ófrísk kona komist í snertingu við hana á meðgöngu. BTW ég er komin 6 og hálfan mánuð á leið og það er yndislegt að láta bara manninn sjá um þetta þó að ég myndi gera það betur sko :o)