Í gær 11.mars 2002 lést náinn vinur minn.Hann var að verða 13 ára gamall.Ég vil segja hér nokkur orð til minningar um hann.Margir vildu segja að hann hafi verið gamall og kominn tími til þess að hann færi en það fólk þekkti hann ekki eins og ég gerði.Hann var fyrsta gæludýrið mitt,ég eignaðist hann þegar ég var 6 ára.Hann var orðinn partur af fjöldskyldunni.Ég átti erfiða æsku og átti ekki marga vini.Mikið fyllerí og slagsmál heima fyrir um helgar og partý.Ég fékk enga athygli frá ættingjumnum heima fyrir.En það var alltaf einhver sem vildi vera hjá mér og hlusta á mig.Hann hét Bóbó.Ég flúði til hans alltaf þegar mér leið illa.Ég reyndi að vera eins mikið með honum eins og ég gat því ég fékk öryggis tilfinningu hjá honum.En hann fékk heldur oft ekki að vera í friði í öllum hamagangnum.Þegar hann ætlaði upp í eldhús um helgar að borða var hann stundum tekinn af blindfullum frænda eða afa og píndur.Ég þurfti að horfa uppá frænda minn tína af honum veiðihárin og afa minn henda honum í sjónvarpið.Ég gleymi þessu aldrei.En Bóbó stóð alltaf upp aftur,hann Bóbó minn.Hann eignaðist nokkra vini líka.Hann átti 2 villiketti sem vini og sá ég þá oft sitja einhverstaðar saman.Um hvað þeir voru að spjalla veit ég ekki.Tíminn leið og við urðum eldri og fluttum burt og ég varð að fara í skóla út á land.Þar skildu leiðir okkar.Ég lét ömmu fá hann því ég vissi að þar hefði það hann gott…eða hvað? Ég sagði ykkur aldrei hvernig hann dó.Hann dó ekki af því að hann var svo gamall nei,ekki eftir slys nei,heldur dó hann út af því að amma nennti ekki að standa í hárunum eftir hann og fór með hann til dýralæknis og lét sprauta hann…hún vildi ekki einu sinni taka líkið til að grafa það.12 ára vináttu fargað vegna hárlos.Ég fékk ekki tækifæri á að segja bless.En með þessum orðum vil ég kveðja hann og sýna honum virðingu mína sem hann átti skilið.Ég kveð hér einn besta vin sem ég hef átt og mun eiga.Ég kveð hann Bóbó minn.Guð veri með þér…

Bóbó F:14.09.1990 D: 11.3.2002