Sagan um kisurnar mínar :D Hæhæ :) þar sem ekkert er að gerast hérna þá langaði mig að deila með ykkur um kisurnar mínar.Fyrst fengum við hana Bellu þegar hún var ca. 2 mánaða frá vinkonu okkar. Hún er fædd 4. Maí 2009, hún er fjórlituð, mestu leyti grá, skottið er bröndótt (grátt & dökkbrúnt) svo er hvítt og ljósbrúnt svona inná milli útum allt.
Við ákváðum að skýra hana Bella þar sem okkur fannst hún svo falleg svo seinna kom Dís (Bella Dís). Hún verður 5 mánaða þann 4 okt. ;)

Þegar við fengum hana var hún algjör kjáni og bítandi og klórandi í allt eins og venjulegur kettlingur, svo átti hún það til að taka tilhlaup og stökkva útí glugga og hanga og klóra í gluggakantana, þar til einn daginn mistókst einhvað hjá henni og náði ekki gripi á kantinum og rann út (erum á 2. hæð), þetta var seint um kvöldið og ekkert var opið, þar sem hún haltraði bara þá biðum við bara til morguns til að fara til læknis. Eftir læknisskoðun fengum við að vita að hún var bara með litla sprungu í fremri hægri loppu sem greri á fljótum tíma :) Svo seinna meir þegar hún var aðeins byrjuð að þroskast þá byrjaði kettlingurinn í henni að hverfa og skildi eftir granna, myndarlega og snobbaða kisu sem við elskum.


Svo fundum við hann Lucifer þegar við fórum með hana Bellu til læknis útaf fætinum, sá hann hjá dýralækninum, það átti að fara aflífa hann, en stelpurnar þarna hjá dýra voru alls ekki til í það og ætluðu að bíða í einn dag í viðbót í von um að einhver vildi fá hann, um leið og ég sá hann vildi ég hann. Seinna um daginn fór ég með Bellu heim og talaði við kallinn um að fá hann, næsta dag fórum við til dýra og náðum í hann og skýrðum hann Lucifer Zagan. Hann er að verða 7 mánaða þann fyrsta okt. Hann er svipaður á litinn og Grettir og með hvítar loppur ‘'sokka’' og hvítur á nefinu.

Þegar við fengum hann fyrst var Bella ekki sátt og hvæsti endalaust á hann & hann var alveg skíthræddur við þetta nýja umhverfi sitt og vældi útí eitt. En eftir ca. viku þá urðu þau bestu vinir og hann lagaðist :) Núna er hann algjört yndi og elskar að leika sér með sæta boltann sinn, fyrir stuttu héldum við að hann væri hundur í dulagervi þar sem hann kemur með boltann til okkar og bíður eftir að við köstum honum, svo sækir hann boltann og kemur aftur með hann til okkar.


Loks fengum við hana Mýslu frá sama stað og við fengum Lucifer.
Hún er hvít og svört með eitt sætt lítið blint auga afþví hún var skilin eftir úti þegar hún fæddist og fékk sýkingu í augað. Hún fékk nafnið Mýsla Písl og það segir sig sjálft, hún er alveg pínulítið písl. Hún verður 3 mánaða fyrsta okt. eins og stóri bróðir sinn Lucifer.

Mýsla Písl er sannur bardagakisi og elskar svo sannalega að stökkva á allt sem hreyfist.. þar með talið fætur. She's a Ninja cat.
Hún elskar að stríða og hlaupa í burtu, alltaf þegar einhvað snöggt gerist í kringum hana þá verður hún voða spennt og hoppar þrefalda hæð sína. Svo er hún algjört kúrudýr þegar hún nennir :)

Þau eru öll bestu vinir í dag þó þeim kom ekki vel saman til að byrja með og á hverjum degi verðum við vitni af svaka bardögum, hoppi og skoppi og boltum útum allt.
&%$#"!