Það er hérna könnun inn á hundar “Eiga að gilda sömu lög um ketti og hunda?” Ég hef oft verið að hugsa um þetta og finnst fáránlegt að svo sé ekki.

Kettir eru til mikilla vandræða á mörgum stöðum á Höfuðborgarsvæðinu og fullt af flækingsköttum og það dugar bara að fara á ókattavænasta stað heims Kattholt til að sjá það. Þar eru margir tugir katta og alltaf er verið að auglýsa ketti gefins út um allt.

Ef fólk þyrfti að fá leyfi fyrir köttum og borga visst gjald þá myndu örugglega margir hugsa sig um tvisvar áður en það fer út í að fá sér kött og sér að það er aðeins meiri ábyrgð en það heldur.

Það gengur ekkert að fá sér læðu og svo úpps nokkrum mánuðum seinna situru uppi með trilljón stykki. Þetta gerðist fyrir mig, læðan bara fór að heiman og við gátum þar af leiðandi ekki gefið henni pilluna og voila nokkrum mánuðum seinna var allt fullt af kettlingum heima.
Eða fá þér kött og ekki líkað við hann eða einhver á heimilinu fengið ofnæmi og hugsað “ó jæja ég keyri bara með hann eitthvert og skil hann eftir þar”.
Svona hugsanaháttur er alltof algengur :´(

Svo er líka annað, það er fáránlegt hvað það er dýrt að láta svæfa kött. Ef það væri ódýrara þá myndi fólk frekar tíma því heldur en að henda þeim út á götu (sem ég hef orðið vitni að í sveitinni minni og við tókum hann að okkur, greyið var skilinn eftir á miðjum þjóðvegi !!!!!!) eða eitthvað álíka.

Ég elska ketti !!! en ég vil frekar fækka þeim með því að láta svæfa þá heldur en að hafa göturnar fullar af grimmum flækingsköttum. Og láta fólk þurfa að fá leyfi og borga fyrir kettina sína !!!

Fólki er hreinlega oft orðið illa við ketti út af þessum flækingsköttum sem eru að gera alla vitlausa.

En þetta er bara mitt sjónarhorn.

Kveðja,
Kisustelpan.