Fyrir u.þ.b. mánuði tók ég upp kisuna mína og fann fyrir einhverju skrítnu…
það var stór blá blaðra á kviðnum á Tinnu.

Það var eitthvað inní blöðrunni, svona einhverskonar vökvi…

ég hringdi strax í nálægasta dýralækni og þau sögðu mér að koma strax. ég dreif mig svo þangað og bað konuna að skoða þetta.

Hún kom við þetta í svona hálfa mínútu og sagði þetta er æxli og það væri ekkert hægt að gera í þessu.Það betra að aflífa hana núna heldur en seinna sagði hún og spurði mig hvort ég vildi gera það núna því að kötturinn myndi bara veikjast illa.

Skoðunin tók 2 mín og kostaði 4000kr! :O

Auðvitað var ég ekki tilbúin til að svæfa hana strax og fór með Tinnu heim.

Við byrjuðum að gefa henni lýsi 3svar í viku og hún varð ekkert veikari,var bara nokkuð hress. (miðað við að hún er 15 ára)

blaðran byrjaði að minnka hægt og rólega. Og um daginn komau 2 læknar í heimsókn sem eru vinir mömmu og ég sýndi þeim þetta.

Þeir sögðu að þetta væri góðkynja vökvablaðra sem færi að sjálfu sér á nokkuð löngum tíma þannig að best væri að tæma þetta bara með sprautu.

Svo einfalt var þetta…

Það var eins og ónefndur dýralæknir vildi ekkert gera afþví hún vissi ekki hvað þetta var og reyndi ekki að komast af því heldur vildi bara svæfa Tinnu.