Kjúklingur Tígrisdýr Landkönnuður .. kallaður Kjúlli. Hann er þriggja mánaða, ægilegur töffari og grasbítur. Ég var að velta því fyrir mér hvort þið ættuð eyrnastóra kisa? Hann Kjúlli er með alveg roooosalega stór eyru. Ég tók ekkert eftir því fyrst, en fólk (meiraðsegja ókunnugir sem stoppa mig úti á götu) fóru að minnast ansi oft á það að hann væri með óvenju stór eyru. Persónulega finnst mér það bara sætt. Hann er eiginlega eins og lítil flugvél og blakar oft eyrunum mjög skemmtilega. Ég fór um daginn og fékk handa honum litla kærustu sem heitir Kittý. Ég reyndi að velja hana eftir eyrnastærð og er að spá í að rækta eyrnastóra ketti :) Er ég skrítin? Já .. en látiði mig vita ef þið viljið eyrnastóra flugvélakisa ;)