Mig langaði bara að segja ykkur aðeins frá heimilisdýrunum mínum. Ég á tvo stóra hunda (hundur og tík) og tvo ketti (læður) annar er Norskur skógarköttur og rétt umber hundana en hinn er af Bengal kyni. Ég las nú eftir að ég fékk hana að Bengal væri ekki barngóðir né heldur kæmi þeim vel saman við önnur dýr. Annað hefur nú komið á daginn Rosie mín er mjög hrifin af börnum svo og ELSKAR hún hundana og þeir eru líka voða hrifnir af henni. Ég hef marg oft verið vitni af því þegar hún er að nudda sér utan í þá (en það gera kettir við þá sem þeim þykir vænt um til að merka þá með sinni lykt) svo á hún til að sleikja þá og þeir eiga líka til að sleikja hana. Svo finnst Rosie voða kósí að kúra hjá hundunum.
Ég tek það fram að ef ókunnugur hundur kemur inn á heimilið er Roise ekkert allt of hrifin þannig að þetta er ekki eins og hún elski alla hunda bara SÍNA hunda ;-)
Og hver segir svo að hunda og kettir geti ekki verið vinir.