Já, það er komin ein önnur kisa. Við tókum hana af Kattholti, en ösnuðumst víst í að gleyma að spurja hvað skvísan er gömul. En hún er hreint yndisleg. Ein af þessum kisum sem bara hreint elska þig um leið og þær koma auga á þig.

En þannig er mál með vexti, að við fórum jú uppá Kattholt um daginn til að skoða og velja kisu. Mér fannst svo erfitt að velja, og langaði helst að taka allar kisurnar með mér heim.
En við völdum kisu sem var mest lík persónuleika kattanna sem við eigum fyrir. (Við eigum sumsé, þrjár aðrar kisur :o)
En þegar við fórum þarna fyrst og vorum að skoða, þá var okkur sagt að sá möguleiki væri fyrir hendi að hún væri kettlingafull, því að hún væri svo þrútin um spenana og hálfaum. En konan sem var að vinna þá sagði líka að það gæti líka verið að kettlingarnir hefðu verið teknir frá henni. En þær vildu samt ekkert fullyrða neitt um það.

En við völdum hana jú, og höfum verið að ræða þetta fram og til baka. Og höfum ákveðið að þrátt fyrir það að peningamálin eru ekkert uppá sitt besta, að ef hún er kettlingafull þá ætlum við að taka þeirri ábyrgð sem við tókum á okkur þegar hún kom heim, og hún fær að halda þeim. Þ.e.a.s þangað til að þeir fá aldur til að fara á ný heimili.

En tilgangur greinarinnar er sá, að mig langaði að fá að vita hver helstu einkenni fylgja því að læður séu kettlingafullar? Þrútnir spenar? Siginn magi? Aukið hárlos? Eru læður stundum minni í sér þegar þær eru kettlingafullar? Aukið mjálm? Bara allt sem ykkur dettur í hug. Það væri ágætt að vita. :)
En ég á vitaskuld eftir að fara með hana til dýralækniss til að fá þetta allt saman staðfest. En það verður þá ekki fyrr en eftir helgi, þannig að mig langar að fá að vita þetta NÚNA! :)

En með fyrirfram þökkum,
Axelma. :o)