Jæja þá er komið að því.. Síðasta simahleðsutækið á heimilinu ónýtt. Ottó er búin að skemma 6 Símahleðslutæki fyrir okkur og nú getum við ekki hlaðið símana okkar. Mig nauðsynlega vantar Hjálp, Kötturinn gerir í því að naga rafmagnssnúrur í tvennt, ég er orðin liggur við fastagestur niðrí símabæ, alltaf þar með heimilissímann.. Er eitthvað annað sem ég get gert, annað en að smyrja eitthverju jukki á snúrurnar.. Það virkar ekki neitt.. Hann hefur nagað sig í gegnum þykka símasnúru, fékk smá stuð en fanst það bara voða sniðugt og hélt áfram að leika sér með snúruna, þar til ég náði henni af honum auðvitað.. Ég vil helst reyna að koma í veg fyrir að hann nagi fleiri snúrur áður en hann fær eitthvað svakalegt lost bara…
Vitiði um eitthvað sem ég get gert..?